Sama gamla leikritið ...
19.4.2011 | 11:23
Þetta leikrit sem kallast kjaraviðræður fer nú að verða ansi leiðigjarnt og ekki síst eru leikararnir orðnir afar þreytulegir. Textinn er ávallt hinn sami, allt er svo fyrirsjáanlegt og samkvæmt ævafornu ritúali.
Atvinnurekendur koma með hugmyndir, launþegar (stundum nefndir verkalýðssamtök) segja tilboðið gangi alltof skammt. Þeir koma svo með tillögur að móti sem atvinnurekendur ná vart andanum yfir og vísa út af borðinu. Og svo koll af kolli, nærri því út í það óendanlega.
Svo koma einhverjir hurðaskellir, einhverjir eru beðnir um að taka stöðuna sem persónulega árás og ráfa út með grátinn í kverkunum og kvarta utan í fjölmiðla sem skrásetja samviskusamlega leikinn og halda að leikritið sé raunveruleikinn.
Hvernig stendur á því að þjóðin þurfu að horfa upp á þessa sýningu ár eftir ár? Kunna þessir leikendur ekki neitt annað en að gera það sem þeir hafa gert undanfarna áratugi?
Upplýst fólk hlýtur að geta unnið kjarasamninga á fljótlegri og skynsamlegri hátt en á þennan forneskjulega sem greinilega er ekkert annað en tímaeyðsla fyrir alla aðila.
Getur haft varanleg áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Leikritið er vel samið en það eru þessir gömlu og úreltu leikarar sem skemma það.
Sigurður I B Guðmundsson, 19.4.2011 kl. 21:23
Það er hægt að gera samninga án þessa að vera með þennan fíflaskap.
Vandamálið er athyglissýki aðalleikaranna, þeir telja mikilvægara að koma sjálfum sér á framfæri en að vinna það verk sem þeim er ætlað!!
Í dag var gengið frá samningi milli starfsmanna Elkem og SA. Sú samningsgerð fór fram fyrir utan fjölmiðla, enda þeir aðilar sem að þeim samningi standa ekki haldnir sömu sjálfsdýrkun og Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson!!
Gunnar Heiðarsson, 19.4.2011 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.