Eftirspurn eftir breytingum breytinganna vegna
6.4.2011 | 15:39
Sé það rétt sem Ómar Ragnarsson, aldurforseti stjórnlagaráðs segir, lítur út fyrir að ráðið sé býsna einsleitt og það er vont.
Útilokað er að allir landsmenn séu sammála um hvað eigi að vera í stjórnarskrá og ekki síður hversu stór hún á að vera. Það segir sig sjálft að lítill, samstæður hópur á auðveldara með að ná samstöðu en sá sem er samansettur af fjölda manns sem hefur mismunandi skoðanir og hagsmuni.
Vilji til dæmis ráðið taka á kjördæmaskiptingu í stjórnarskrá og gera landið að einu kjördæmi þá er ekki tekið tillit til fjölda fólks sem hreinlega óttast að slík muni hafa mjög slæm áhrif á byggðaþróun og hagsmuni sína. Nærtækast er eflaust að nefna þá staðreynd að það var samstaða á Alþingi að samþykkja Icesave lögin. Hins vegar bendir allt til þess að þjóðin felli þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvaða gildi hefur samstaða á Alþingi ef hún gengur gegn meirihluta þjóðarinnar?
Samstaða þarf ekki að vera af hinu góða. Hún er hins vegar jákvæð ef niðurstöðurnar fara bil beggja í þeim ágreiningsmálum sem hingað til hafa komið í veg fyrir tíðar breytingar á stjórnarskránni. Það er nefnilega mikill misskilningur að það hafi verið slæmt að Alþingi hafi ekki komið sér saman um breytingar á stjórnarskránni. Ástæðan ef fyrst og fremst sú að lítil eftirspurn er eftir breytingum breytinganna vegna.
Samstaðan er mikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú er á koppnum neðrideild Alþingis við Kjötkatlagjá.
Óskar Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.