Skyldu Vinstri grænir vita af’essu?

Ég er svona að velta því fyrir mér hvort Vinstri grænir viti af því að Nato tók ábyrgð á öllum hernaðaraðgerðum í Líbíu í morgun. Af reynslunni er víst best að minna VG á staðreyndir, annars kynnu þeir að gleyma ábyrgð sinni á hernaðarbrölti NATÓ. Eða ábyrgð sinni yfirleitt. 

VG gleymdi að taka á Magma málinu (eða lét það danka) og skyndilega voru, að þeirra sögn, auðlindir landsins komnar í eigu útlendinga.

Frá því að norræna velferðarstjórnin tók við völdum hefur VG algjörlega gleymt Nató, nema að Ögmundur ætlaði að leggja fram tillögu um að aðildin yrði ákveðin í þjóðaratkvæðagreiðslu sem þó er aðeins loforð.

Og nú er Nató í hernaðarstússi í Afganistan og Líbíu og hvar er VG sem ávallt var með bandalagið á heilanum í stjórnarandstöðu.

Nú skiptir hins vegar Nató engu máli, ekki frekar en ESB og svo margt, margt annað. Hvers konar pólitík iðkar þessi brandaraflokkur?


mbl.is NATO ber nú ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband