Þjóðin hlær að Vinstri grænum

Vinstri grænir eru á kafi í hernaðaraðgerðum í Líbíu svo gripið sé til orðalags vinstri manna um álíka verkefni sem Nató hefur tekið að sér á undanförnum árum.

Ríkisstjórnin hefur engan fyrirvara gert um aðild þjóðarinnar að Nató. Álfheiður Ingadóttir má því hrópa eins og hún vill á götuhornum og ítreka vantraust sitt og félaga sinna á Nató. Hrópin skipta engu máli vegna þess að utanríkisráðherra Íslands samþykkti einfaldlega aðgerðir Nató fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Hrópin í Álfheiði og yfirlýsingar Vinstri grænna eru bara marklaus. Skiptir ekki heldur máli þótt utanríkisráðherra hafi farið á bak við VG eða gleymt þeim.

Það verður svo lengi í minnum haft að ríkisstjórn Íslands sem VG á aðild að skuli engan fyrirvara hafa gert við samþykktum Nató vegna Líbíu. Og nú er það orðið alltof seint að gera neitt í málinu.

Vinstri grænir hafa einfaldlega orðið að aðhlátursefni vegna málsins, gleymt sér við að gera ekki neitt í ríkisstjórn og Alþingi, og eru nú á kafi í hernaði í Líbíu ...

Gleymum svo ekki þeim sem eru algjörlega á móti hernaðaraðgerðum og veru Íslands í Nató. Þetta fólk hefur VG svikið allsvakalega.


mbl.is Treysti NATO ekki fyrir horn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Held að þessi ummæli séu ein bestu meðmæli sem NATO hefur fengið frá Íslendingi.

kallpungur, 30.3.2011 kl. 18:22

2 Smámynd: Björn Emilsson

Þetta er keimlíkt Magnamálinu. Steingrímur hafði heilt ár til að velta fyrir sér málinu, en gerði ekkert. Segjast svo eftir á vera algerlega andvígir og ekkert gert!!

Björn Emilsson, 31.3.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband