Ríkisstjórnin gapir og skilur ekkert í stöðunni

Auðvitað getur maður bara haldið sig heima hjá sér, notað hjól eða farið út að ganga. Víst er að margir gera svo og það er gott. Þeir sem hins vegar búa úti á landi þurfa að sækja í heilsugæslu, verslanir og annað þurfa hins vegar að aka langar leiðir.

Álögur ríkisins á eldsneyti er auðvitað landsbyggðaskattur. Þær eru ekki föst álagning eins og réttlátast væri. Eftir því sem eldsneytisverð er hærra þeim mun meira græðir ríkið.

Og auðvitað er þrautaráðið fyrir okkur, hinn almenna borgara, að draga úr margvíslegum útgjöldum. Það neyðumst við líka til að gera þegar skattarnir hækka og þegar matvöruverðið hækkar. Fyrir vikið verður samdráttur í samfélaginu og af stað ferð einhvers konar keðjuverkun sem ekki sér fyrir endann á. Ríkisvaldið hækkar álögur, bensíngjaldið verður hærra og hærra, fólk dregur úr útgjöldum, fyrr en varir þurfa fyrirtæki að draga úr sínum kostnaði, segir upp starfsfólki, sama fólk þarf að minnka útgjöldin og svo koll af kolli.

Svona verða til hrikalega hamfarir af mannavöldum. Vinstri flokkarnir horfa með skelfingu á það sem gerist. Forsætisráðherrann veite ekkert hvað hann á að gera og forðast fjölmiðla. Fjármálaráðherrann lýgur til um stöðuna og reynir líka að halda sig frá kastljósinu. Enginn reynir að ýta undir atvinnulífið, hvetja til fjárfestinga, auka við neysluna. Þetta fólk þekkir aðferðirnar en þær eru að því mati svo kapítalískar að þær eru ónothæfar.

Svo gapir þetta fólk og skilur ekkert í því þegar skatttekjur ríkissjóðs minnka. Þrautaráðið er bara að kenna Sjálfstæðisflokknum um og reyna þannig að drepa umræðunni á dreif.

Í sannleika sagt er ríkisstjórnin að ganga af þjóðinni dauðri ... 


mbl.is 70% aka minna í kjölfar hækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Stjórnarandstaðan eru aumingjar, þeyr þora ekki að lýsa vantrausti á þessa ríkisóstjórn. Ég held að flestir séu nú farnir að sjá að það gerist ekkert meðan þessi óstjórn er við völd, annað en að það fer allt á núllið, og er reyndar á núllinu.Það þarf nýtt fólk í brúna, óstjórnin hefur siglt í strand!!

Eyjólfur G Svavarsson, 29.3.2011 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband