Ríkisstjórnin er löngu dauð

Það er mikill misskilningur hjá fulltrúaráðinu í Vestmannaeyjum að ríkisstjórnin sé hálfdauð. Eiginglega ætti að áminna þetta ágæta sjálfstæðisfólk í Eymum fyrir að átta sig ekki á þeirri einföldu staðreynd að ríkisstjórnin er löngu dauð. Hún veit bara ekki af því.

Að öllu gamni slepptu, þá kemur ekki til mála að Sjáflstæðisflokkurinn taki þátt í stjórnarsamstarfi af neinu tagi nema að undangengnum kosningum. Þjóðin verður að veita stjórnmálaflokkum nýtt umboð. Við getum ekki sætt okkur við annað.

Svo mætti nú alveg huga að nokkrum alvarlegum vandamálum í þjóðfélaginu; atvinnuleysi, fimm ára haftastefnu í gjaldeyrismálum, skattheimtu á almenning og fyrirtæki, uppbyggingu atvinnulífs og svo margt fleira. Allt þetta er nú ágæt ástæða til að efna til kosninga.

En fyrst segjum við Nei við Icesave  


mbl.is Tekur ekki þátt í stjórnarsamstarfi án kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Sigurður...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.3.2011 kl. 09:03

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Got sem þú segir á blogginu þínu, Ingibjörg: Spilið er búið hjá ríkisstjórn Íslendinga en munurinn á Íslensku ríkisstjórninni og þeirri Portúgölsku er sá að sú Portúgalska veit þegar spilið er búið og kann að fara.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.3.2011 kl. 09:45

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Mintu þá líka á að þeir flytja út 65 prósent af aflanum ó unninn,

íslendingar eru xxxx 

Sigurður Helgason, 27.3.2011 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband