... fáein ungbarns tár

dscn1940.jpg

Sú aðferð að gráða náttúruna og gera lista yfir „fallegustu“ fossa heims er álíka vitlaus og fegurðarsamkeppni kvenna. Hvort tveggja er í eðli sínu forheimskandi því þetta byggist á smekk, aðstæðum og mörgu fleiru. Fegurðin fólks býr að innan. Að minnsta kosti finnst okkur ljóta fólkinu það ...

Náttúrufegurð byggist á mörgu. Þegar ég starfaði innan Útivistar gerðum við nokkrum sinnum viðhorfskannanir meðal farþega félagsins. Í ljós kom sú ótrúlega staðreynd að allar ferðir voru góðar eða mjög góðar. Veður skipti engu máli, mistök fararstjóra, lélegar rútur eða óhöpp. Ferð var einfaldlega góð vegna þess að fólk naut útiveru og hreyfingar, endorfínið fékk að streyma um æðarnar og gleðin jókst.

Einn fallegasti foss sem ég hef séð er nafnlaus að ég held. Hann sá sem verður til fyrir neðan útfallið á Hólmsarlóni. Umhverfið er afar látlaust og græni liturinn ráðandi.

Gullfoss er svo sem fallegur og tignarlegur en hvernig orti ekki Matthías Jochumsson um Dettifoss:

Þó af þínum skalla

þessi dynji sjár

finnst mér meir ef falla

fáein ungbarns tár.

Jú, Gullfoss er glæsilegur en hann hefur aldrei heillað mig eins og litlu fossarnir, jafnvel þessir nafnlausu sem fela sig víða um land. Hvað með svo fossa eins og Stjórn, Foss á Síðu og fleiri og fleiri.

 

 


mbl.is Gullfoss með fallegustu fossum heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband