Andlát ríkisstjórnar rætt við tækifæri
21.3.2011 | 13:18
Tveir segja sig úr fimmtán manna þingflokki. Öðrum þingmönnum þykir þetta eiginleg ekkert tiltökumál. Við ræðum þetta líklega síðar í dag ..., segir einn ráðherranna. Virðist þó ekki viss.
Nei, það er engin krísa í þingflokknum. Allt er í stakasta lagi. Farið hefur fé betra. Við erum svo upptekin að byggja upp nýtt Ísland eftir hrunið að smámálin komast ekki á borð hjá okkur.
Auðvitað er þetta tómt bull. Það sjá allir. Það er krísuástand í þingflokkum VG og Samfylkingarinnar. meirihlutinn er orðinn 33 þingmenn. Þá eru taldir með villingar eins og Jón Bjarnason, Ásmundur Einar Daðason og öllum til skemmtunar er flokkaflakkarinn Þráinn Bertilsson. Jafnvel Ögmundur Jónasson er talinn til óþekktarormanna og Björn Valur Gíslason hefur látið að því liggja að hann nenni ekki þingstörfum.
Svo láta einhverjir eins og það skipti ekki máli þó fjöðrunum fækki.
Náttúruhamfarir skekja þingflokk VG og ríkisstjórnina og þingflokkurinn ætlar ekki að fjalla um málið fyrr en við tækifæri.
Þetta er nú einmitt ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin hefur misst af hverju tækifærinu á eftir öðru til að bæta hag þjóðarinnar. Hún gerir sér enga grein fyrir stöðu sinni. Ríkisstjórnin er löngu dauð en líkið gerir sér ekki grein fyrir því. Fundar kannski um andlát sitt við tækifæri ...
Þingflokkur ræði úrsögn síðar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.