Vildu Bretar ekki Icesave í breskt dótturfélag?
14.3.2011 | 11:00
Þær upplýsingar sem fyrrverandi bankastjóri Landsbankans veitt í Héraðsdómi í morgun og sagt er frá í fréttinni virðast vera mjög merkilegar. Að minnsta kosti fyrir almennan borgara sem hefur þekkir ekki Icesave málið í öllum smáatriðum.
Í fréttinni segir m.a.:
Sagði Halldór, að bankinn hefði almennt fengið góða umsögn en fjármálaeftirlitið viljað setja strangari skilyrði um lausaféð. Í maí náðist hins vegar samkomulag við fjármálaeftirlitið, sem dró til baka kröfu um að Icesave-starfsemin í Bretlandi yrði færð í breskt dótturfélag.
Það er afar merkilegt að breska fjármálaeftirlitið hafi dregið til baka kröfu um að Icesave starfsemin yrði færð í breskt dótturfélag. Þessi staðreynd rennir stoðum undir rök þeirra sem neita að samþykka Icesave frumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Fyrrverandi fjármálaráðherra Breta sagði í dæmalausu viðtali Rúv, að Bretar hafi krafist þess að Icesave færu í dótturfélag.
Nú eru komnar fram upplýsingar sem ganga þvert á þá yfirlýsingu. Fjármálaeftirlitið dró einfaldlega kröfuna til baka. Hvers vegna sá það ekki ástæðu til að halda henni til streitu?
Sök vegna Icesavi er ekki aðeins á annan veginn, Bretar eiga sinn þátt í því sem fór. Þeir kenna hins vegar íslenskum stjórnvöldum alfarið um vandann.
Í ljósi þessa, er nokkur ástæða til að samþykkja Icesave? Niðurstaða dómstóls hlýtur því að vera skipt ábyrgð, að minnsta kosti milli Breta og Íslendinga.
Þeir sem halda því fram að Íslendingar eigi að greiða kröfu Breta hljóta þar með að viðurkenna að krafan er lægri sú sem lögð er til grundvallar í samningnum sem greiða á atkvæði um í apríl.
Ekki verðmyndandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er stór merkilegt allt saman, ég held að þjóðin verði ekki sátt við eina eða neina niðurstöðu nema þá sem endanlegur Dómsstóll sker um...
Mér finnst bara það eitt að öll þessi flækja sem búin er að vera varðandi Icesave, segja okkur það sem segja þarf og það er að ekki er allt með felldu varðandi það að við bara borgum bara vegna....
Ég mun segja nei í Þjóðaratkvæðagreiðslunni eins og staðan er í dag...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.3.2011 kl. 11:44
"Ég mun segja nei í Þjóðaratkvæðagreiðslunni eins og staðan er í dag... "
Sama segi ég.
Vendetta, 14.3.2011 kl. 12:07
Ef svo er ætli ástæðan sé þá ekki sú að Íslendingar hafi sannfært Breta um að þeir þyrftu ekki að hafa nokkrar áhyggjur af ICESAVE jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að allt færi á versta veg. Samanber þetta frá Davíð Oddssyni og fleira í sama dúr:
3. mars, 2008
Davíð Oddsson fullyrðir, í viðtali við Channel 4, að lítið mál yrði að endurgreiða breskum innistæðueigendum ef allt færi á versta veg.
Þessir bankar eru svo sterkir að ekkert slíkt gæti nokkurn tíma gerst - og ef eitthvað gerðist, værum við ekki að tala um alla upphæðina. Þannig er það aldrei. En jafnvel þó svo færi, íslenska ríkið verandi skuldlaust, væri það ekki of stór biti fyrir ríkið að kyngja, ef það ákvæði að kyngja honum.
(Davíð Oddsson, Channel 4 - 03.03 2008 - myndband hjá Láru Hönnu)
---
4. mars, 2008
Daily Telegraph fjallar um málið í kjölfarið og sagði Davíð hafa fullvissað innistæðueigendur um að Ísland myndi ekki bregðast ef á reyndi.
Í gær hughreysti Davíð Oddsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, breska innistæðueigendur og sagði "þið eruð örugg í þessum bönkum. Lausafjárstaða íslenskra banka, samanborið við aðra banka með svipuð möt, er nokkuð góð."
(Telegraph vitnar til Davíðs Oddssonar, 04.03 2008)
- - -
og svo má líka benda á þetta frá því í ágúst 2008:
7. ágúst, 2008
Breska fjármálaráðuneytið ritar bréf til íslenskra stjórnvalda, óskar eftir svörum um eitt og annað varðandi Tryggingasjóð innistæðueigenda.
„Ég yrði þakklátur ef þú gætir staðfest, sérstaklega, að íslensk stjórnvöld myndu útvega nauðsynleg lán undir slíkum kringumstæðum, svo tryggt væri að innistæðueigendur fengju greitt upp að lágmarkinu (20.887 evrur)?
[...]
Gætir þú vinsamlegast staðfest að, burtséð frá gengisskráningu krónu/evru, sé lágmarkstrygging innistæðna 20.887 evrur per innistæðueigandi?“
(Bréf H.M. Treasury til ísl. viðsk.ráðuneytisins, 07.08 2008)
---
20. ágúst, 2008
Viðskiptaráðuneytið svarar ofangreindu erindi og vísar jafnframt í ítarlegri svör sem áður voru veitt.
„Verulega ólíklegt verður að teljast, að okkar mati, að TIF myndi nokkurn tíma lenda í þeirri aðstöðu að geta ekki aflað sér nægilegra fjármuna á fjármálamörkuðum, en ef svo færi vil ég fullvissa þig um að íslensk stjórnvöld myndu gera allt það sem ábyrg stjórnvöld myndu gera í slíkri stöðu, þar á meðal aðstoða sjóðinn við að afla nægilegra fjármuna svo hann fengi staðið undir lágmarksgreiðslum til innistæðueigenda.
[...]
Sérstaklega vil ég taka fram að íslenska ríkisstjórnin er fullkomlega meðvituð um þær skyldur sem EES samingurinn leggur á herðar hennar varðandi innistæðutryggingar og mun standa við þær skuldbindingar.“
(Svar ísl. viðsk.ráðuneytisins til H.M. Treasury, 20.08 2008)
Þetta er tekið af bloggi Baldurs McQueen en þar má einnig finna ýmis önnur spakmæli sem skýra forsögu málsins.
http://www.dv.is/blogg/baldur-mcqueen/2011/2/28/ofursaklaus-ingibjorg-solrun/
Sjálfum finnst mér Íslendingar bara ekkert of góðir miðað við forsögu málsins, að bera ábyrgð á því tjóni sem íslensku bankarnir ollu erlendis með samþykki ríkisins og mun segja Já í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.3.2011 kl. 13:20
Emil, svo að bara af því að Davíð Oddsson vill borga skuldir óreiðumanna, þá finnst þér þú líka vera skuldbundinn til þess?
Vendetta, 14.3.2011 kl. 16:17
Auðvitað er best ef óreiðumenn borga sínar skuldir sjálfir og kannski gera þeir það að lokum. En á meðan þeir gera það ekki þá get ég ekki séð að skuldir íslenskra óreiðumanna eigi frekar að lenda á almenningi erlendis. Við getum allavega ekki refsað fólki fyrir að hafa treyst íslenskum banka fyrir sínum peningum og eiginlega finnst mér það vera frekar lélegt siðferðislega að segja bara að okkur komi þetta ekki við.
Margt hefði hinsvegar farið öðruvísi ef Davíð Oddsson hefði verið hreinskilinn og sagt við Bretana á sínum tíma: „Landsbankin stendur mjög höllum fæti og ef hann fer á hliðina þá mun íslenska ríkið barasta ekki gangast við neinum ábyrgðum á innlánum utan Íslands og hananú“.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.3.2011 kl. 17:27
Emil Hannes Valgeirsson, að aðstoða tryggingasjóðinn við að afla nægilegs fjár er ekki það sama og og að borga honum féð úr eigin vasa.
Theódór Norðkvist, 14.3.2011 kl. 18:09
Er það virkilega, Theódór.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.3.2011 kl. 18:44
Þetta kemur nú ágætlega skýrt fram í skýrslu RNA. Ég skrifaði um það smá samantekt eftir fyrsta yfirlesturinn á skýrslunni, fyrir tæpu ári: Icesave - í skýrara ljósi
Þar má lesa, upp úr skýrslunni:
Einar Karl, 14.3.2011 kl. 19:06
Bestu þakkir fyrir góðar athugasemdir.
Staðreynd er einfaldlega sú að breska fjármálaeftirlitið dró til baka kröfu sína um að Icesave starfsemin yrði færð í breskt dótturfélag.
Miðað við orð Darlings, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, get ég ómögulega skilið þetta á þann veg að Landsbankamenn og íslenskir embættismenn hafi verið svo sannfærandi, að þeir bresku hafi bara séð sig um hönd og dregið kröfuna til baka. Og krafan sú virðist í dag vera grundvallaratriði hefði henni verið haldið til streitu.
Nei, miklu meiri líkur eru á því að þeir bresku hafi einfaldlega verið jafn glámskyggnir og Íslendingarnir og allir í kór talið að bankahrun væri ekki verið yfirvofandi.
Davíð Oddsson gat ekki séð fyrir heimshrun banka, né fyrrnefndur Alistair Darling sem beinlínis viðurkenndi í viðtalinu að hann hefði ekki séð fyrir hrunið þó hann þykist hafa séð að íslensku bankarnir hafi verið að hruni komnir.
Að vísu heldur Darling því fram að íslenska ríkið hafi, er allt hrundi, líka verið komið í gjaldþrot. Það er hins vegar mikill og alvarlegur misskilningur sem ekki hefur verið leiðréttur.
Eftirásamdar skýringar og úrklippur úr ummælum Davíðs Oddssonar segja ekkert annað en að bankahrunið hafi komið öllum á óvart, hversu illa sem NÚ má segja að þá hafi verið komið fyrir íslensku bönkunum.
Þó ég virði mikið þekkingu og víðsýni Emils Hannesar Valgeirssonar get ég ómögulega verið sammála skoðun hans um Icesave málið og mun segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.3.2011 kl. 21:04
Emil Hannes varðandi það hverjir eigi að borga þetta tap þá verða þeir sem að tóku áhættuna að sætta sig við það að áhættan borgaði sig EKKI....
Að ætla að væla eftir á er of seint vegna þess að það hefur komið fram að þeir sem að tóku Icesave áhættu vissu að það var ekki Ríkisábyrgð á þessari áhættufjárfestingu...
Við mig og almenning (veit ekki með þig) hefði væntanlega verið sagt, ja þér var nær...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.3.2011 kl. 21:20
Emil Hannes, þú mátt svara með hroka, ef þér líður betur í sálinni við það, en það breytir ekki því að allar þær tilvitnanir frá fyrri stjórnvöldum, sem Icesave aðdáendur draga fram, geta ekki einu sinni samanlagt afsakað eða réttlætt þann helbera aumingjaskap sem Norrænulausa helferðarstjórnin hefur sýnt í Icesave málinu við að verja (ekki) hagsmuni þjóðarinnar.
Theódór Norðkvist, 14.3.2011 kl. 21:31
Ég veit ekki betur en að ICESAVE hafi alltaf verið kynnt sem örugg leið til að geyma og ávaxta fé eins og hver annar innlánsreikningur. Ég efast allavega stórlega um að fólk hefði lagt þar inn sitt fé ef það hefði áttað sig á hversu áhættusamt þetta var.
Ég viðurkenni alveg smá hroka í lítilfjörlegu svari mínu til Theódórs áðan. Margt það sem sagt var fyrir hrun hljómar mjög illa í dag og ég er sammála því sem Sigurður segir hér að ofan að flestir voru afar glámskyggnir enda ekki margir sem sáu hrunið fyrir. Það er samt ágætt að fara yfir þau samskipti sem áttu sér stað því þau geta dregið ýmsan sannleka í ljós.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.3.2011 kl. 22:04
segir þú.
Ég myndi nú vilja traustari heimildir fyrir þessu, en orð bankastjórans fyrrverandi frá því í morgun, endursögn í Moggafrétt.
Það varð ekkert "heimshrun banka". Ísland er ekki alheimurinn, þó við sitjum í nafla hans!
Einar Karl, 14.3.2011 kl. 22:07
Þetta er bara ruglumbull og nægir að lesa skýrslu RNA til að átta sig á því. það sem var að ske var, að sjallar voru með allskynns undanbrögð, svik og pretti frá a-ö þessu viðvíkjandi sem og í öllu öðru er þeir koma nálægt. Eigi flókið.
,,Hinn 23. maí 2008 ritaði FSA Landsbankanum bréf. Þar lýsir stofnunin undrun sinni á því að þrátt fyrir ítarlegar viðræður undanfarið sé enn ekki fullkomið samkomulag um þær lausafjárkröfur sem FSA geri til útibús bankans í London. Fram kemur að áframhaldandi tafir á málinu séu FSA verulegt áhyggjuefni." (Skýrsla RNA)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2011 kl. 23:10
Ps. þetta er þannig, í stuttu máli, eins og fólk getur séð ef það les atburðarrásina í skýrslu RNA, að við yfirfærslu í dótturfélag þurfti auðvitað að fylgja tilheyrandi eignir og bakköpp. Bretar náttúrulega fóru ekkert að taka við einhverju útí bláinn sem vonlegt var.
Nú, þá taka sjallar það til ráðs að útbúa vafning einn all-stóran um að gera þetta á lengri tíma o.s.frv. þ.e. yfirfærsluna í dótturfélag.
Bretar tóku þessu dræmlega en sáu sem var að allt var í ruglinu og fóru í staðinn hægt og bítandi að færa fram kröfur um skikkalega hegðun sjalla varðandi bankann sinn.
En Lí lét aldrei segjast. Fram á síðustu stundu voru þeir að svíkja og pretta og færa peninga hingað upp.
Á endanum neyddist hr. Darling til að frysta bara bankann og það eftir var til þess að allt yrði ekki hirt.
Og er það nú orðið frægt í sögunni sem ein vasklegasta framganga í þágu íslenskrar þjóðar á senni tímum. Framganga þeirra Darlings í þágu íslendinga. Og framgangan var tvíþætt. Þeir stoppuðu þetta rugl af og í annan stað tryggðu þeir að skuld okkar við breska innstæðueigendur verður vonandi nánast ekki nein.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2011 kl. 23:27
Ég er í og með feginn að hryðjuverkalögin urðu allavega til að stöðva keðjubréfasvindl Landsbankans og reyndar fleiri af bönkunum.
Ég hef alltaf skilið Bretana, þeir vissu að þeir voru að eiga við ótínda glæpamenn og gerðu sér grein fyrir alvöru málsins, þó íslensk stjórnvöld hafi verið helberir aumingjar í málinu, ef ekki hreinlega meðsek í glæpnum.
Hinsvegar réttlætir það ekki að láta komandi kynslóðir borga skaðabætur fyrir fáeina fjársvikamenn.
Öll helstu mannréttindasamtök fordæma það sem er kallað Collective punishment, að láta alla þjóðina gjalda misgjörða nokkurra af þeirri þjóð.
Þeir sem það gera (vilja keyra í gegn ríkisábyrgð á Icesave) eru þar með í raun að setja Ísland á bekk með Ísraelsstjórn á hernumdu svæðunum, á lista yfir ríkisrekin hryðjuverkasamtök.
Theódór Norðkvist, 14.3.2011 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.