Segjum NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni
6.3.2011 | 14:33
Hafi Bretar og Hollendingar eitthvað upp á Ísland að klaga vegna starfsemi íslenskra banka eiga þeir að sækja málið á Íslandi. Ég gat ekki betur skilið Skúla Magnússon, ritara EFTA dómsstólsins.
Raunar er það svo, samkvæmt orðum Skúla, að ekki er til alþjóðlegur dómstóll til sem tekur á ágreiningsefnum Breta og Hollendinga gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Þeir þurfa að sækja málið á Íslandi.
Hvað er þá vandamálið? Af hverju ekki að láta það verða sem vill. Málareksturinn hlýtur að vera gagnvart Tryggingasjóði innistæðueiganda, en hann nýtur ekki ábyrðar ríkisins. Efni málsins er að Bretar og Hollendingar vilja fá þá peninga til baka sem þeir greiddu innistæðueigendum þegar Landsbankinn hrundi.
Hvers vegna í ósköpunum eiga Íslendingar að greiða aukna skatta vegna gjaldþrotsins. Í sjálfu sér skiptir engu máli hvort þær eru 37 milljarðar króna eða 500 milljarðar króna. Prinsippið er hið sama. Stjórnvöld eiga ekki í meginatriðum að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækja, hvorki í útlöndum né hér innanlands.
Hvað liggur þá á? Af hverjum höfnum við ekki Icesave samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni?
Íslenskir dómstólar hafa lokaorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað höfnum við með stóru NEI. Allavega trúi ég að þau 67% sem sögðu NEI í fyrra segi það aftur núna. Annað væri undarlegt.
Anna Ragnhildur, 6.3.2011 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.