Löglegur en blóðugur friður um menntun í Reykjavík
4.3.2011 | 08:21
Bestiflokkurinn stendur nú í blóðugum niðurskurði í Reykjavík. Tilgangurinn með sameiningum skóla er fyrst og fremst sá að ná niður launakostnaði enda séð að vart er hægt að kreista meiri sparnað út úr menntamálum í borginni. Þess vegna á að segja upp skólastjórnendum, yfirvarpið er sameining skóla.
Hún er svo vitlaus sem mest má verða. Bestiflokkurinn tekur nú með upp merki R listans sem hafði það að markmiðið að breyta útliti Reykjavíkur eins og hann mest og best gat. Niðurstaðan er sú að ekkert samhengi er í borginni á milli kynslóða, hún tekur grundvallarbreytingum, því gamla er hent og öllu nýju fagnað. Sjálfsagðri íhaldsemi hefur fyrir löngu verið kastað fyrir róða.
Sama er verið að gera í skólamálum. Gera á skólana óþekkjanlega fyrir þá sem þar hafa numið. Þekkingu og færni er hér að engu gerð fyrir um 1% lækkun á útgjöldum.
Hvorki bestiflokkurinn né samfylkingin hafa neina stefnu eða eldmóð og hvað þá kjark í málefnum borgarinnar. Markmiðið er að sitja í vellaunaðri innivinnu eins og Gnarrinn orðar það. Hvergi vottar fyrir þeirri hugsun að hægt sé að breikka útsvarsgrundvöll borgarinnar, byggja upp atvinnulíf og styrkja það sem fyrir er svo tekjur borgarinnar geti aukist. Þess í stað er ráðist á menntastofnanir og reynt að skera þær niður við trog.
Svo heldur innifólkið því fram að ekki sé vegið að lögbundnum kröfum um menntun. Skárra væri það nú. Bestiflokkurinn og Samfylkingin ætla sem sagt ekki að brjóta lög en eru fyrir löngu búnir að rjúfa friðinn og blóðið rennur.
Hættuleg sameiningaráform | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.