Siðlaust að breiða yfir nafn og númer
25.2.2011 | 08:30
Ríkisstjórnin og þeir sem að henni standa höfðu í byrjun mikil orð um ábyrgð, gegnsæi, lýðræði og fleiri sem notuð er til að lýsa stefnu sinni eftir hrunið. Nú kemur í ljós að þetta orðabrúk er eingöngu einnota og ætlað til að gera hosur sínar grænar fyrir kjósendum en svo ekki meir.
Ríkisstjórnin hefur verið á fallanda fæti og nú hefur hún fengið til niðurstöðu meirihluta samráðsnefndar um stjórnlagaþing. Bent skal á að sá meirihluti er fyrst og fremst stuðningsmenn stjórnarinnar. Samkvæmt nefndinni á að skipa 25 manns í svokallað stjórnlagaráð. Eflaust er það engin tilviljun að þetta eru fólkið sem náðu kjöri í kosningu um stjórnlagaþing. Hæstiréttur úrskurðaði kosninguna ógilda vegna alvarlegra galla.
Úrskurðurinn þýðir einfaldlega að þeir 25 sem áður voru taldir hafa náð kjöri, eru ekki löglegir stjórnlagaþingsmenn. Ekkert stjórnlagaþing situr og þar af leiðandi eru þeir á sama báti og hinir rúmlega 500 frambjóðendurnir, hafa ekkert umboð til eins eða neins.
Með því að skipa þetta fólk í stjórnlagaráð er einfaldlega farið á svig við úrskurð Hæstaréttar og honum gefið langt nef. Skiptar skoðanir eru að sjálfsögðu um úrskurð Hæstaréttar rétt eins og dóma hans. Það breytir hins vegar ekki stöðunni.
Og nú á að breiða yfir nafn og númer, kalla stjórnlagaþing stjórnlagaráð, til þess eins að komast framhjá úrskurði Hæstaréttar. Líklegast er það löglegt en afar siðlaust og gerir ekkert annað en að draga úr gildi réttarríkisins. Um leið er framkvæmdavaldið og væntanlega löggjafarvaldið farið að hafa vafasöm afskipti af dómsvaldinu.
Almennum borgurum er er freklega misboðið verði þetta niðurstaða meirihluta alþingis og ríkisstjórnarinnar. Hið eina rétta í málinu, sé meirihluti fyrir stjórnlagaþingi á Alþingi, er að kjósa upp á nýtt og þá ekki endurtaka kosninguna heldur sækjast eftir nýjum framboðum.
Hins vegar er það sem skiptir mestu máli að löggjafarþing Íslendinga axli þá ábyrgð að vinna að stjórnarskrármálinu og setja þjóðinni nýja eða breytta stjórnarskrá. Það er, sé almennt talin ástæða til breytinga á grunnlögunum.
Uppkosning talin eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað hefðum við íslendingar sagt ef svona háttalag væri ástundað í öðrum löndum sagði einn ágætur maður í morgunútvarpinu.
Ég segi ekki meir.................
Valbjörn Steingrímsson, 25.2.2011 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.