Launahækkun annarra en okkar

Hvorki ríkisstjórnin né samtök launþega virðast láta sig einhverju skipta það hrikalega atvinnuleysi sem ríkir hér á landi. Menn virðast líta framhjá því og smæstu hópar launþega láta sig engu skipta þó vandinn sé yfirgengilegur heldur krefjast á sama tíma launahækkunar fyrir sjálfa sig.

Hvað myndu þessir sömu hópar gera ef núna yrði ákveðið að þingmenn og ráðherrar fengju 20% launahækkun vegna álags og erfiðleika frá hruni og bentu jafnframt á að verðbólgan hefði hjaðnað og vöruskiptajöfnuður væri hagstæður og allt væri þetta þeim að þakka.

Auðvitað myndu allir fordæma slíkt. Hins vegar má ekki gagnrýna samtök launþega fyrir óvarlegar launakröfur á erfiðleikatímum. Auðvitað benda menn á að útflutningsatvinnugreinarnar standi vel miðað við gengisþróun krónunnar og því hefðu þær vel efni á að greiða hærri laun. Ekki er endilega víst að aðrir minnihlutahópar myndu samþykkja þetta hvað þá stóru aðilarnir. Er hægt að hækka laun starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum en hafna um leið slökkviliðsmönnum, lögreglumönnum, sjúkraflutningamönnum og sjúkraliðum svo einhver dæmi séu tekin af handahófi.

Sú leið er ekki farsæl að hækka laun einstakra lykilstétta rétt eins og að við hin skiptum engu máli og getum litið framhjá launahækkum annarra.


mbl.is Fá ekki meiri hækkanir en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband