Forsætisráðherra kennir öðrum um ófarir sínar

Hún sem ekki býr yfir þeim styrk eða sannfæringu að völdum fylgi ábyrgð ætti ekki að setja út á fólk sem kvartar undan framgöngu verklausrar ríkisstjórnar.

Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórn hennar ber stjórnskipulega ábyrgð á því að þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnlagaþingið klúðraðist og var dæmd ógild. Hvorki flögrar að henni að hún skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni eða hún ætti að segja af sér.

Innanríkisráðherra ber einnig ábyrgð á klúðrinu og ekki dettur honum í hug að hann skuldi þjóðinni eitthvað annað en útúrsnúningar.

Þó rannsóknarskýrsla Alþingis um hrunið sé á ýmsan hátt aðfinnsluverð þá tekur hún skýrt á hugtökunum valdi og ábyrgð. Vinstri stjórnin virðist ekki setja þetta tvennt í samhengi og þaðan af síður að ábyrgð fylgi störfum hennar. Hún hreykir sér af árangri eins og að atvinnulausum hafi fækkað þegar ástæðan er einfaldlega sú að þúsundir Íslendinga hafa flúið land, hún hreykir sér af lækkun verðbólgu þegar ástæðan er einfaldlega sú að efnahagur þjóðarinnar eru í spennitreyju fjármálaráðuneytis og

Seðlabanka. Og þegar talið berst að klúðrinu við þjóðaratkvæðagreiðsluna benda forsætisráðherra og innanríkisráðherra á undirmenn sína og kenna þeim um.

Þurfum við að fara út á göturnar aftur og krefjast réttlætis og ábyrgðar. 


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Þegar almenningur áttar sig á að hann er bara leiksoppur stjórnmálaaflanna og fjárhagseigenda, og áttar sig á að hann er mjólkurkú þessara spilltu afla gerist eitthvað.  Það mun ekkert gerast hér til batnaðar nema með byltingu og þessum leikurum verður komið í fangelsi eða sent í útlegð. Ísland er allt og gott land til að hýsa svona hyski .. 

GAZZI11, 29.1.2011 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband