Skynsamur maður og vel útbúinn

Af hverju skyldi nú maðurinn hafa fundist? Jú, hann er sagður vera þaulvanur ferðamaður, hann var vel búinn og ... skynsamur; hann hélt kyrru fyrir.

Ótrúlega oft kemur það fyrir að fólk reynir að komast leiðar sinnar í dimmri þoku og myrkri án þess að hafa gps tæki til að miðunar. Það er eins og taka þátt í happdrætti, miði er möguleiki, eins og margir segja, en líkurnar á því að fá vinning eru æði litlir og hætturnar margvíslegar.

Þess vegna gerir ferðamaðurinn best í því að láta fyrir berast. Hann var vel klæddur og hefur líklega verið með nógan mat og ekki síst síma. 

Ég þekki Eyjafjallajökul ágætlega, eða ég þekkti hann. Eflaust hefur margt breyst. Bæði hefur askan aukið við bráðnun og líklega hefur gosið opnað sprungur á svæðum sem ekki voru þekkt sprungusvæði. Ekki þar fyrir að mig langar þessi lifandi ósköp upp á jökulinn. Væntanlega verður það áður en langt um líður.

 


mbl.is Heill á húfi á Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband