Er öryggi Alþingis stórlega áfátt?

Ástæðan fyrir því að ekki var stuðst við myndbandsupptökur virðist vera sú að eftirlitsvélar í grennd við skrifstofuna þar sem tölvan fannst voru bilaðar.

Í málarekstri ákæruvaldsins geng níumenningunum sem eiga að hafa ruðst inn á Alþingi með ofbeldi var lagður fram bútur úr eftirlitmyndavél sem sýnir svo ekki sé um villst að átök áttu sér stað við komu fólksins inn í húsið. Hins vegar var ekki hægt að leggja fram ítarlegra og lengra myndband vegna þess að allt hafði einfaldlega verið þurkað út nema sá bútur sem hentaði málstað ákæruvaldsins.

Eru nú ekki líkur á því, miðað við þessi tvö dæmi, að öryggismálum Alþingis sé stórlega áfátt? Eða er hægt að sætta sig við bilaðar eftirlitsmyndavélar og að tekið sé yfir mikilvæg sönnunargögn?


mbl.is Styðjast ekki við upptökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrir u.þ.b. ári síðan var framinn glæpur í húsakynnum Alþingis frammi fyrir umtalsverðum fjölda öryggismyndavéla. En alveg eins og í miðborg New York þann 11. september 2001 voru öryggismyndavélarnar ekki í gangi, einmitt þegar glæpurinn var framinn.

Nýlega var það upplýst að í miðbæ Reykjavíkur eru að minnsta kosti 290 eftirlitsmyndavélar á almannafæri, en samt hef ég persónulega reynslu af því að lögreglan rannsakar ekki glæpi þrátt fyrir að þeir hafi verið framdir fyrir augum þessara myndavéla, nema hafa einhverjar aðrar upplýsingar í höndunum en myndefnið sjálft.

Maður hlýtur því að spyrja sig að því, hvort þessi myndavélaárátta sé yfir höfuð að skila nokkru af viti? En einhver hlýtur að greiða kostnaðinn við uppsetningu þeirra, og líklega erum það ég og þú annaðhvort gegnum skatta eða vöruverð. Væri þessum fjármunum e.t.v. betur varið í eitthvað annað?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2011 kl. 13:07

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta eru góðar spurningar, Guðmundur Hitt þykir mér ótrúlegt ef tæknin er svo ófullkomin að ekki er hægt að treysta á hana eða þá að hægt sé að taka það út sem hentar einum málstað og eyða hinu. Hvers vegna er þá verið að brúka tæknina.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2011 kl. 13:14

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er alltaf spurning hvar gögnin eru geymd. Fer þetta á harða diskinn hjá skýrr eða einhverjum sem geymir gögn frá Alþingi sem gætu líka verið þeir sem vistuðu gögn fyrir Wikileaks. Það er einhver aðili sem vistar gögn og spurning hver það var í þessu tilfelli.

Valdimar Samúelsson, 21.1.2011 kl. 13:22

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem mig langar að vita er hvers vegna var slökkt á öryggismyndavélunum þegar þessi meinta "árás" á að hafa átt sér stað...

(Þá er ég að meina bæði tilvikin sem ég vísa til!)

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2011 kl. 14:11

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Satt að segja sé ég ekki á þessum tveimur atvikum að öryggi alþingis sé eitthvað ógnað.

 Hvað með það þó einhver dundi sér við að njósna um það sem fer fram hjá stofnun sem leyfir sér að kalla sig "Hið Opinbera?"  Ekki fæ ég séð að það sé einhver skaði skeður af því, nema síður sé.  Þetta er enginn einkaaðili, þetta alþingi.

Og þessir pjakkar sem voru með læti á pöllunum.  Það var allt.  Læti.  Þeir reyndu ekki að kveikja í pleisinu.

Og allr þessar myndavélar... peningasóun.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.1.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband