Slakir vegir, fullkomnir bílar og ökumennirnir eru ...
18.1.2011 | 20:29
Samdráttur er alls staðar hjá ríkinu. Því fylgja víðast mikil vandræði; í heilbrigðismálum, menntamálum, löggæslu og víðar. Traust og góð löggæsla hefur gríðarlegt forvarnargildi. Þar sem lögreglan fylgist vel með umferð þar dregur úr hraðaakstri. Þar sem lögreglan er sjáanleg dregur úr alls kyns lögbrotum og hún er fyrr á vettvang ef eitthvað gerist.
Það sem skiptir þó mestu máli er að borgararnir finni sig örugga, þeir geti treyst því að lögreglan sé nærri bjáti eitthvað á. Lögregla sem einungis er á dagvakt er gangslítil. Ég ek oft á ári milli Reykjavíkur og Norðurlands og nú er maður hættur að sjá lögreglubíla á eftirlitsferð. Þetta tekur fólk eftir og sumir misnota sér ástandi og umferðarhraðinn eykst. Fæstir nenna að hanga aftan við bíl sem ekur á 100 km/klst. Flestir taka framúr og maður sér þá hverfa framúr á að minnsta kosti 120 km/klst.
Ég er hræddur um að þetta eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. Vegakerfið er svo óskaplega lélegt en bílarnir fullkomnir og hraðskreiðir og ökumennirnir ... ja, þeir eru óvissuþátturinn hátt á öðru hundraðinu, rásandi í alls kyns ástandi á ótraustum vegum.
Veikari löggæsla á Vesturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég ek til vinnu eftir þjóðvegi 1, vestan Hvalfjarðargangna. Í sumar var nánast undantekning að maður mætti lögreglubíl á þessari leið.
Fyrir nokkrum árum var stór aukið eftirlitið á þessum slóðum, með þeim árangri að umferðahraði sem hafði verið að hækka og var orðinn þannig að maður var beinlínis fyrir ef maður ók á 90 - 95 km hraða, lækkaði verulega og nálgaðist lögbundinn hámarkshraða.
Í sumar brá svo við að vart sáust lögreglubílar á þessari leið, eins og áður segi, umferðahraðinn fór vel yfir 100 km hraða og aftur var maður orðinn fyrir.
Á þeirri leið sem ég ek er mikil umferð, vegurinn hannaður af íslenskum fræðingum með tilheyrandi beigjum og hæðum, sem þó mátti algerlega losna við. Þegar umferðahraðinn hækkar leiðir það til aukins frammúsaksturs, það eru altaf einhverjir sem vilja halda löglegum hraða, að minnsta kosti vera innan sektarhraðans.
Þegar vegir eru hannaðir eins og menn hafi verið á sýru eða einhverju, umferðahraðinn er nánast eins og hver og einn kærir sig um, hljóta slys að verða.
Eina sem hægt er að gera til að vinna gegn þessu er aukinn sýnileiki lögreglu, en það kostar peninga. Umferðaslys kosta einig peninga. Það þarf ekki mörg slík til að rústa þeim "sparnaði" sem stjórnvöld þykjast vera að vinna að.
Það á alltaf að reikna dæmið út til enda, áður en misvitrar ákvarðanir eru teknar. Þegar maður horfir á niðurskurð stjórnvalda dettur manni alltaf í hug auglýsingin frá NOVA, þar sem Ylmur er að vinna að sparnaði fyrir sitt fyrirtæki!
Gunnar Heiðarsson, 18.1.2011 kl. 22:04
Við erum greinilega sammála, Gunnar, og ég veit að fjölmargir hafa áhyggjur af þessari þróun. Hana verður að stöðva.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.1.2011 kl. 22:36
Er vinkona okkar, Blönduóslögreglan, farin að gefa eftir í sínu landsþekkta eftirliti? Slæmt er svo er.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2011 kl. 00:07
Mér sýnist Blönduóslöggan sé í vinnubanni á kvöldin og næturnar, enda vita flestir af þessu og aka eins og vitleysingar í gegnum Húnavatnssýslur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.1.2011 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.