Ávirðing á slitastjórn Glitnis

Það athyglisverðasta við þessi málaferli í New York er að þau skulu hafa farið fram þar í borg en ekki hér á landi. Dómarinn furðar sig á þessu og sækjendur hafa lítil og léleg rök fyrir máli sínu enda var málinu vísað frá.

Og hvers vegna var ákveðið að sækja Íslendinga til saka á erlendri grund. Var það annað hvort til að valda þeim sem mestum fjárútlátum eða taldi slitastjórn Glitnis að auðveldara yrði að fá fólkið sakfellt í öðru landi.

Það er mikil ávirðing á slitastjórnina að hafa verið gerð afturreka með málið. Ekki síður er það ámælisvert að stunda tilraunastarfsemi til að koma höggi á þá sem hún telur hafa brotið lög. Skiptir hér litlu út á hvað málið gengur. Aðalatriðið er að rétta ber yfir Íslendingu á Íslandi svo fremi sem þeir hafi brotið á sér hér.


mbl.is Íslensku nöfnin erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband