Íslendingar fá ekkert að vita, Bandaríkjamenn allt
13.1.2011 | 14:25
Þessi frétt sem fengin er af Wikileaks segir frá fundir sem starfsmaður í utanríkisráðuneytinu á með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hið fyrsta sem maður rekur augun í er að ekkert jafnræði er með þessum tveim. Hvers vegna á sendiherrann yfirleitt fund með frekar lágt settum starfsmanni?
Hið næsta sem maður hnýtur um er hvers vegna starfsmaður íslenska utanríkisráðuneytisins er að blaðra um samskipti Íslendinga og Breta. Hvað kemur það í raun bandaríska sendiherranum við? Auðvitað ber honum að afla upplýsinga en það er ótrúlegt að starfsmaðurinn skulu yfirleitt vera að tjá sig um þessi mál. Það hlýtur að hafa verið ráðuneytisstjórans eða utanríkisráðherra að ræða við sendiherrann.
Hið þriðja sem ég er að velta fyrir mér er hvers vegna er fulltrúa Banaríkjanna greint frá samningaviðræðum við Breta en Íslendingar fengu á meðan ekkert að vita?
Eru Bandaríkjamenn á einhvers konar áskrift að upplýsingum sem rekur á fjörur utanríkisráðuneytisins eða getur maður fundað með starfsmanni þess og fengið þessar upplýsingar í kílóavís? Betra væra að svo sé, það myndi spara tilvist Wikileaks.
Buðu 13,5% Icesave-vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bandaríkja menn spyrja og fá upplýsingar en þeir stela þeim ekki. Við bíðum eftir að okkur er sagt og þá er allt of seint að gera einhvað.
Valdimar Samúelsson, 13.1.2011 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.