Ráð skáldsins sem þekkti ekki auðinn í gufunni

Það vekur athygli mína hversu enn er stólað mikið á fallvatnsvirkjanir. Þegar útvega orku fyrir stóra notendur kemur í ljós uggvænleg staðreynd. Framsýni þeirra sem ráðskast með orkumál hér á landi er ekki meiri en svo að enn var gripið til sama ráðs og Einar Benediktsson vissi best er hann hvatti til uppbygginu íslensks atvinnulífs fyrir um eitt hundrað árum. Skáldið skynjaði skiljanlega ekki auðinn í afli í háhitasvæða, en á þeirri öld sem liðið hefur höfum við aðeins uppgötvað og virkjað fallvötnin og eiginlega látið reka á reiðanum með allt annað.

Hversu framsýnir og tæknilega sinnaðir erum vér Íslendingar? Hvernig hefur verið staðið að stefnumótun í orkumálum?

Hefði ekki verið hægt að verja tímanum betur en einblína um of á vatnsaflsvirkjanir og vera hreinlega lens þegar spurt var um gufuaflið?

Gallinn við vatnsaflið er hið óhemju mikla pláss sem þarf undir virkjun, lón og miðlun. Þessu fylgir gríðarlegt jarðrask og landi er sökkt. Þetta vill svo rekast á við skynsamlega náttúruvernd og ferðaþjónustu.
 
Er til of mikils mælst að ráðamenn hlutist til um hraðari rannsóknir á gufuafli á þeim svæðum sem við höfum efni á að nýta til raforkuvinnslu? 


mbl.is Samið við Ístak um Búðarhálsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er greinilegt að þú hefur ekki lesið pistil minn um jarðgufuvirkjanir, eða þá hafnað því sem ég ég segi þar. Reyndar er ég undrandi á því að hafa ekki fengið neinar athugasemdir við þann pistil en það er ég að vekja athygli þeirri skelfilegu rányrkju á auðlind sem framundan er.

Ef við notum gufuna einungis til raforkuframleiðslu nýtum við einungis 14% af þeirri orku sem í gufunni býr. Ef við hinsvegar nýtum gufuna fyrst til raforkuframframleiðslu og síðan til vatnshitunnar þá nýtum við 85% aflins eins og í Nesjavallavirkjun og þannig verður það einnig í Hellisheiðarvirkjun.

Ertu virkilega að mæla með því að við stundum slíka rányrkju, svo sem verða mun  í Þingeyjasýslum, til að ná í orku til að nota til orkufrekasta iðnaðar sem finnst, málmbræðslu? 

Ég er undrandi á nær engum viðbrögðum við mínum pistli en er þó sérstaklega ánægður með að til mín hringdi sá aldri orkuverkfræðingur, Ágúst Valfells, sem sagði að hann hefði alla tíð varað við slíkri rányrkju en talað fyrir daufum eyrum.

Velkominn á >siggigretar.blog.is>

Sigurður Grétar Guðmundsson, 23.10.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband