Sólstafir og skýjafar

dsc_0257.jpg

Vinir og kunningjar hafa oft skammað mig fyrir að birta ekki fleiri myndir á blogginu mínu. Sumir þeirra, sérstaklega þeir sem eru á andstæðri skoðun við mig í stjórnmálum, hafa haldið því fram að ég eigi ekkert með að vera að fabúlera um stjórnmál og skamma ríkisstjórnina, ætti frekar að einbeita mér að því að birta myndir.

Til að gera öllum til hæfis birti ég hér þrjár myndir sem ég tók fyrir nokkru á ferð um Snæfellsnes. Við gengum frá Kambi í Breiðuvík og yfir að Fróðá við Ólafsvík. Nokkru eftir gönguna ókum við fyrir Búlandshöfða og þá kom ég auga á sólstafi í baksýnisspeglinum. Við stoppuðum og tókum þessar aldeilis fallegu myndir.

dsc_0289_1034448.jpg

Þarna dró skýjabakka upp í suðvestri og færðist hann yfir landið. Hann var nokkuð gisinn og sólargeilsarnir náðu að skína í gegnum hann og mynduðust við það sólstafirnir. Og þarna sást víða upp í bláan himinn. Allt var þetta með þvílíkum eindæmum að manni féllust hendur yfir fegurðinni. Kannski féll ég í sólstafi ... 

Á myndinni er horft frá Búlandshöfða til Ólafsvíkur og þar er Ólafsvíkurenni og byggðin þar við. 

dsc_0298.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

fallegar myndir

Sigrún Óskars, 14.10.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband