Bréf fyrrum utanríkisráðherra til forsætisráðherra?

Hvað gerðist sunnudaginn 19. september? Skrifaði fyrrum utanríkisráðherra bréf sem breytti skoðun forsætisráðherra og setti málið á allt annan farveg? Lýsti hún málavöxtum, dró fram verkefni og gjörðir fyrri ríkisstjórnar, tengdi hún tilfinningarnar við þessi mál, höfðaði hún til drengskaps forsætisráðherra? 

Ljóst má vera að enginn vill fá á sig kæru, síst af öllu vera stefnt fyrir landsdóm. Þar með er næstum lífinu lokið og viðkomandi er nærri því stimplaður kvistlingur, svikari, gegn þjóð sinni.

Fyrrum utanríkisráðherra hefur væntanlega lagt allt sitt í þetta bréf sitt og líklegast haldið því fram að hún og aðrir ráðherrar séu saklausir af ákæruatriðum. Málsvörn, rökfærsla og tilfinningaleg skírskotun hennar í hugsanlegu bréfi breytti skoðun núverandi forsætisráðherra og er án efa stór viðburður enda segja kunnugir að forsætisráðherra hafi áður verið búinn að gera upp hug sinn.

Með ræðu sinni í dag er landsdómur úr sögunni og þar með kæran gegn hinum þremur fyrrum ráðherrum.

Má þá búast við sannleiksnefndinni í stað aftöku á Austurvelli? Fyrir mitt leyti trúi ég því að þjóðin hafi mun meira gagn af sannleika en boðaðir pólitískri hefnd og ég er viss um að þessi skoðun á fylgi meirihlutans.


mbl.is Efins um stuðning við ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já mikið rétt Sigurður, sannleikurinn er það sem málið á að snúast um og ekkert annað. Skaðin er skeður en sannleika vantar í því sem að gerðist og er að gerast...

Sannast máltækið sannleikur er sagna bestur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.9.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: GAZZI11

Það væri snilld ef allir glæpamenn gætu bara sagt satt og lofað sannleikann án þess að óttast einhverjar afleiðingar af misgjörðum sínum.

Við hljótum að vera brjáluð að láta þetta ganga yfir okkur og gera ekki neitt ..

GAZZI11, 21.9.2010 kl. 00:21

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek svo hjartanlega undir þetta við erum eigi neitt bættari með að hengja 4 menn/konur, það færir okkur ekkert nema vanlíðan, það voru og eru nefnilega allflestir sekir í einhverju.

Takk fyrir ævilega góð skrif og góðar kveðjur í daginn þinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2010 kl. 06:40

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hver er þess umkominn að segja þessi en ekki hinn sé sekur í þessu máli. Að ætla að taka fjóra fyrrverandi ráðherra út úr hópnum og segja að þeir séu sekir en ekki hinir, er náttúrulega út í hött. Það voru allir ráðherrar frá upphafi þessarar aldar sekir og flestir þingmenn einnig. Hvers erum við bættari þó við hengjum þetta fólk? Ekki hjálpar það þeim sem minnst mega sín og eiga varla fyrir mat, hvað þá að það hafi getu til að halda húsum sínum!

Ég er sammála þér Sigurður um að meir er um vert að sannleikurinn komi fram, hrunskýrslan var nokkuð góð og margt sem fram kom í henni. En það er þó ekki nóg að fá að vita sannleikann, það þarf að breyta því til batnaðar sem afvega fór.

Því miður hefur núverandi stjórn ekki sýnt vilja til þess!!

Gunnar Heiðarsson, 21.9.2010 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband