Hvort er mikilvægara blóðug aftaka eða sannleiksleit?

Ekkert að pólitísku ákæruvaldi fyrst ætlunin er að draga samfélagið aftur um tvo, þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar bankarnir voru ríkisreknir og bankaráðin voru skipuð alþingismönnum. Það rímar allt saman. Maður býst við að á morgun verði Alþýðubandalagið endurreist og kvennaframboðið sömuleiðis.

Brynjar Nielsson er einn skarpasti lögmaður landsins en sem slíkur er hann ekki á neinn hátt frábrugðinn venjulegu fólki. Hann talar mannamál, afar auðvelt er að skilja það sem hann er að segja og sem betur fer er hann óhræddur að viðra skoðanir sínar þó svo að þær gangi í berhögg við yfirlýsta stefnu skoðanamyndandi minnihlutahópa í samfélaginu.

Flestir hljóta að sjá að málsóknin á hendur ráðherrunum fjórum byggist á pólitík. Þeir sem ekki sjá það skilja ekki eðli máls og festa sig um of í bankahruninu sem slíku. Hvað hefði þáverandi ríkisstjórn átt að gera? Sá einhver bankahrunið fyrir? 

Í ákæruatriðum þingmannanefndarinnar er hvergi getið um refsiverð abrot en einblínt bankahrunið sem slíkt eins og það hafi verið sem yfirvofandi og fyrirsjánlegar náttúruhamfarir. Það var ekki svo. Hafi hrunið verið sjáanlegt þögðu þeir sem áttu frá að segja. Og þingið þagði. Ekki einn einasti þingmaður hélt því fram að bankahrun væri yfirvofandi og ekki nokkur kelling eða kall sagði frá vondum draumförum. Engum var þetta nefnilega ljóst.

Hvernig getur þá sama stofnun, Alþingi, staðið að ákæru gegn sumum þingimönnum og ráðherrum en ekki öðrum? Hvers vegna er ekki Alþingi vanhæft í þessum máli? Skiptir þá engu þótt endurnýjun hafi orðið meðal þingmanna við síðustu þingkosningar.

Þjóðin tapaði mikilvægu tækifæri eftir útkomu rannsóknarskýrslunnar en þá hefði átt að setja á stofn „sannleiksnefnd“ af Suður-Afrískri fyrirmynd. Um leið hefði verið hægt að fara af gagnrýni í gegnum vandamál ríkisstjórnar, stjórnsýslunnar, þingsins fyrir og eftir hrun og safnað saman mikilvægum lærdómi sem þjóðin hefði hagnast af.

Þess í stað eru blórabögglar valdir og efnt til aftöku á Austurvelli.

Hvor leiðin skyldi nú vera skynsamlegri fyrir þjóðina, hin blóðuga aftaka eða sannleiksleitin.

Persónulega er mér ekkert kappsmál að refsa einhverjum. Blórabögglar eru ekki það vandamál sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hún verður hins vegar að finna sannleikann og hann finnst ekki með ruddalegum aðförum þingmannanefndarinnar. Ekki síst þess vegna eru orð Brynjars Nielssonar skynsamleg.


mbl.is „Pólitískt ákæruvald mjög varhugavert"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband