Þýðir gleði vondu kallana að við hin töpuðum?

Þeir geta vart hamið kæti sína, forstjórar fjármögnunarfyrirtækjana. Þeim var ljóst að gengistryggingin var töpuð og næst skársti kosturinn var að fá eitthvað í líkingu við það sem ríkisstjórnin lét Seðlabankann og Fjármálaerfitlitið messa um. Þeim varð að ósk sinni.

Nú er ríkisstjórnin hamingjusöm og fjármögnunarfyrirtækin hafa tekið gleði sína á ný. Ljóst er að bankakerfið hrynur ekki, ríkissjóður þarf ekki að punga út neinun peningum og allir eru hamingjusamir ... Eða er það svo? 

Enn á ný þarf almenningur að blæða fyrir bankakerfið. Aftur er seilst í vasa almennings og hann látinn borga við ónýtt bankakerfi. Fyrst þurftum við að borga skaðabæturnar fyrir hrunið bankakerfið rétt eins og við værum sökudólgarnir. Við þurfum líka að borga himinnháa skatta, vorum við þó ekki sökudólgarnir ...

Síðan er verslað milli ríkisstjórnar og nýrra banka með gengistryggðu lánin sem bankarnir vilja ekki kaupa nema gegn verulegum afföllum.

Og núna þegar ljóst er að gengistryggðu lánin eru ólögleg hefur Hæstiréttur Íslands ákveðið að almenningur taki skellinn enn og aftur. Skilja ekki allir hvers vegna topparnir í bönkunum og viðskiptaráðherra höfðu tíma til að brosa núna seinni partinn í dag?

Veit einhver skuldari hvað þetta þýðir fyrir hann? Er þetta ekki bara þannig að höfuðstóllinn á 3 milljón króna gengistryggðu bílaláni sem komið var upp í 5,5 milljónir lækkar um eina milljón. Eða gengistryggða íbúðalánið sem nú lækkar frá því að vera tuttugu milljónir og verður framvegis 17 milljónir. Skiptir niðurstaðan einhverju fyrir mig og mína líka?

Hvers vegna er óbragð í munninum á mér jafnvel þó ég viti ekkert hvernig lánið mitt stendur eftir dóminn? Af hverju er ég með ólund og hvers vegna sé ég ekki ástæðu til að fagna eins og Árni Páll, viðskiptaráðherra, og Halldór Jörgensen, forstjóri Lýsingar? Er ég kannski í hinu liðinu, því sem tapaði?  

Ríkisstjórnin, Seðlabankastjóri, Fjármálaeftirlitið, bankarnir og fjármögnunarfyrirtækin fagna sigri, hlægja sig máttlausa. Við hin eigum eftir að reikna niðurstöðuna og bera saman við lánin okkar. 

Getur verið að vonda liðið hafi vitað um niðurstöðuna? Var hún kannski pöntuð?

Nei, fjandakornið. Það getur ekki verið. Ég trúi ekki á samsæriskenningar ... En samt ... 


mbl.is Fyrir öllu að fá niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má maður blóta á blogginu hjá þér? Mér detta engin önnur orð í hug þessa stundina.

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 01:53

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigurður, jú það er brallað bakvið tjöldin, embættismenn og fjármálamenn, eru í raun þeir sem stjórna landinu, og hafa gert lengi!

Helgi Þór Gunnarsson, 17.9.2010 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband