Hvar er forysta Sjálfstæðisflokksins?
10.9.2010 | 09:59
Íslands óhamingju verður nú allt að vopni. Vonlaus ríkisstjórn er þjóð sína lifandi að drepa og stjórnarandstaðan er gjörsamlega týnd og tröllum gefin. Ætti hún þó að standa í lappirnar og berja á helv... ríkisstjórninni og þeim óhæfuverkum sem hún stendur fyrir.
Hvar er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins? Hvers vegna er hann ekki fremstur meðal sinna jafningja og leggur fram rökstutt vantraust á ríkisisstjórnina? Hvers vegna krefst hann ekki þingkosninga? Hvers vegna lýsir hann því ekki yfir að Sjáflstæðisflokkurinn vilji í ríkisstjórn? Hvers vegna leggur hann ekki fram ítarlegar tillögur um þær aðgerðir sem flokkurinn mun standa að komist hann í ríkisstjórn?
Þess í stað erum við með ríkisstjórn með úreltum stjórnmálamönnum sem brúka úreltar aðferðir við stjórn landsins, drepur atvinnulífið í dróma, skiptir sér ekkert af atvinnuleysinu, kemur í veg fyrir alla uppbyggingu og dregur nú upp úr vinstri vasanum allt það sem þeir fengu ekki fylgi við alla tíð frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi.
Við krefjumst þess að forysta Sjálfstæðisflokksins komi aftur til starfa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvar er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins? Hvers vegna er hann ekki fremstur meðal sinna jafningja og leggur fram rökstutt vantraust á ríkisisstjórnina?
...... skyldi Bjarni Ben vera laumu stjórnarsinni? Gáum að því.
Gísli Ingvarsson, 10.9.2010 kl. 10:20
Loftið er að leka úr hægra afturdekkinu hjá B. Benidiktsyni og hann nennir ekki að pumpa. Er þá nokkuð annað til ráða en að skilja hann eftri í vegkanntinnum og labba á næsta bæ og fá lánaðan hest?
Hrólfur Þ Hraundal, 10.9.2010 kl. 11:57
Þeir hafa engan áhuga á framtíð Íslands eða velferð íbúa þess, frekar er núverandi stjórnvöld. Þeir sitja skjálfandi í bakherbergjum Valhallar, sktíthræddir um það að fyrverandi Hálf-Guð þeirra DO, verði dreginn fyrir dóm og dæmdur (með réttu),fyrir sín embættisverk.
Dexter Morgan, 11.9.2010 kl. 02:01
Sigurður ég er innilega sammála þér og tek undir þessa kröfu þína um að kalla forystuna saman..
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.9.2010 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.