Á einhver von á breytingum?
2.9.2010 | 08:04
Hvers vegna er verið að breyta um ráðherra í ríkisstjórninni? Er það vegna þess að árangur hennar hefur verið svo arfaslakur að nauðsyn sé á nýju blóði? Eða er árangurinn svo óskaplega góður, eins og stjórnarsinnar segja, að nauðsynlegt sé að breyta um ráðherra?
Í íþróttum breytir þjálfarinn því liði sem líklegt er til árangurs? Hann tekur ekki út markaskorarann, sprettharðasta manninn eða trausta varnarmanninn nema eitthvað sé að. Senterinn skorar ekki, sá sprettharði verður að gera eitthvað meira en að hlaupa blint og varnarmaðurinn má ekki klikka í stöðu sinni.
Er þetta eitthvað öðruvísi í pólitíkinni.
Nei ... og þó. Vandamálið í stjórnmálunum er pólitíkin eða þannig. Stðareyndin er sú að ríkisstjórnin sem heild er ekki að skila neinu. Hún er gjörsamlega gagnslaus og til að fela það er reynt að poppa upp innan hennar, breyta um ráðherra. Það er svo sem allt í lagi en mun það skila einhverju.
- Á einhver von á því að skjaldborgin um heimilin fari að virka?
- Er við því að búast að samningurinn við vinnumarkaðinn hrökkvi í gang?
- Gæti verið að ætlunin sé að fækka þeim 15.000 sem eru án atvinnu?
- Dettur einhverjum í hug að fyrirtækin í landinu fái eðlilega fyrirgreiðslu í bönkum?
- Varla er verið að hugsa um að draga úr skattheimtunni á heimilin í landinu?
Jú auðvitað er verið að pæla í öllu þessu en staðreyndin er sú að ekkert sem máli skiptir hefur náð fram að ganga og þess vegna er allur vandræðagangurinn. En gangi þessu liði betur framvegis en hingað til.
Ósátt við ráðherravalið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt er þetta sennilega rétt hjá þér. Það er því vont til þess að vita, að enginn betri kostur er fyrir hendi.
Dingli, 2.9.2010 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.