Birtingarmynd þekkingarleysis og uppgjafar

Borgarstjóri Besta og Samfylkingarinnar hefur ekki einkarétt á sannleikanum. Maðurinn misskilur tilgang sinn í stjórnmálum. Fólk hefur andstæðar skoðanir og hefur fullt leyfi til að halda þeim fram. Sé hann hins vegar í einhverjum vinsældaleik þá misskilur maðurinn enn frekar. Honum er ætlað að reka borgina á þann hátt að það sé öllum til hagsbóta. Gangi það ekki upp hafa aðrir fullt leyfi til að gangrýna hann og brúka til þess þau svipbrigði sem þeim sýnist.

Vandinn er sá að auðmýkt og bros borgarstjórans getur verið birtingarmynd þekkingarleysis og uppgjafar sem kemur manninum greinilega mikið á óvart.

Vest er þó ef borgarstjórinn heldur að lunderni sitt hafi þau áhrif að skuldastaða borgarinnar lækki eða útgjöld hennar minnki. Það hefur hins vegar ekki gerst og vandséð hvort eitthvað hafi verið gert í þá átt.

Hins vegar kostar kurteisi ekkert, eigi maðurinn við það, þá hefur hann rétt fyrir sér. Framar öllu er kominn tími til að hann láti hendur standa fram úr ermum, svokallaðir „hveitibrauðsdagar“ lýkur innan skamms. Fólk hefur þá tilfinningu að síðustu þrjá mánuði hafi meirihluti borgarstjórnar látið reka á reiðanum og frekar verið í hanastélsboðum en vinna að fjármálum borgarinnar.


mbl.is Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þegar rætt er um bros borgarstjórans kemur gjarnan upp í hugann orðið SÓLHEIMAGLOTT

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.8.2010 kl. 10:16

2 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Daaaa,  má maðurinn ekki tjá sig.

Allir vita af töffaraskapnum í liðinu sem elst upp í ungliðahreifingum stjórnmálaflokkana.

Og ef hann er upptekinn í boðum þá er hann ekki að eiða 600 miljónum í lóð á Laugaveginum.

Eða að eiða tíma hönnuða eins og Hanna Birna sem alltaf var að skipta um skoðun. Það gat tekið mörg ár að hanna hótel með hennar hjálp.  Og svo þegar hún var búin að hanna það eins og hún vildi snéri hún sér við og afneitaði eigin afkvæmi. Þannig verða menn oftast borgarstjórar í Reykjavík. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 27.8.2010 kl. 10:16

3 Smámynd: Ólafur Als

Hanna Birna og sjálfstæðisflokkurinn brutu blað við stjórn borgarinnar nú síðast. Um það eru flestir sammála, einnig pólitískir andstæðingar. Með samvinnu og samráði lagði Hanna Birna grunn að nýrri pólitík, sem þarft er að minnast nú, þegar Jón Gnarr finnur til smæðar sinnar, m.a. gagnvart sjálfstæðisflokknum.

Ólafur Als, 27.8.2010 kl. 10:29

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Matthildur -

í sporum gnarr - jú hann má tjá sig - að sjálfsögðu - hans vegna ætti hann samt ekki að gera það - það er betra að vera talinn heimskur en að tala og taka af allan vafa.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.8.2010 kl. 10:32

5 Smámynd: Hólmfríður S Einarsdóttir

Hér sést það best hverjir eru sjálfstæðismenn.Sami hrokinn og Jón Gnarr er að lýsa´.Herra Ólafur Ingi þú ættir að temja þér kurteisi en ekki þennann hroka.Það kostar ekkert að vera kurteis.Það er svo skrítið með þá sem halda að þeir séu eitthvað meiri en aðrir ,þeim finnst að hinir séu svo heimskir og vitlausir.Og hvað ertu að meina með sóheimaglott ?Ert þú í þeirri stöðu að geta metið það hvort Jón Gnarr er heimskur?

Hólmfríður S Einarsdóttir, 27.8.2010 kl. 11:08

6 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ha  ha  ha  ha   ...... þú ert mjög skemtilegur Ólafur minn.

Ég les alltaf í hvernig fólk lísir öðru fólki, því lengi hefur verið sagt að þá sér það að lísa sjálfum sér.  

Í skifum þínum  rek ég augun í orðinn: Tala og tala, líka orðið heimskur og loks Sólheimaglott.   Gleimdi ég eitthverju?   Ekki gleima að hafa húmor fyrrir gagríni Jón er líklega að upplifa það nú.

Matthildur Jóhannsdóttir, 27.8.2010 kl. 11:43

7 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ps. ég myndi fara aftur að kjósa sjálfstæðisflokkin ef hann tæki til og setti inn vandað og gott fólk eins og Dögg Pálsdóttir.

Matthildur Jóhannsdóttir, 27.8.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband