Tvennar kosningar um ESB hefðu sparað mikið

Sjálfstæðisflokkurinn lagði til tvennar kosningar um ESB. Leitað yrði til þjóðarinnar og hún ákveddi hvort farið yrði í viðræður. Yrði niðurstaðan sú að meirihlutinn myndi ekki vilja viðræður yrði látið þar við sitja. Vildi hún viðræður yrði farið í þær. Síðan væri niðurstaða aðildarviðræðnana að sjálfsögðu lögð undir dóm þjóðarinnar.

Samfylkingin mátti ekki vita af þessum tillögum og fann þeim allt til foráttu. Og hver er staðan núna? Hefði ekki verið betra að fara að góðum ráðum og kalla þjóðina til ákvörðunar frekar en að ráðast eins og rugludallar fram, þvinga samþykki fyrir aðildarviðræðum í gegnum þingið og gjörsamlega á móti stefnu annars stjórnarflokksins? Nú bíta þeir úr nálinni með arfaslaka stefnu og enn verri ákvarðanir.

Skoðanakannanir sýna að þjóðin er gjörsamlega á móti aðild að ESB og reyndar vill hún hætta aðildarviðræðunum.

VG er klofinn í herðar niður og mótstaðan innan ríkisstjórnarinnar er svo áberandi að vafamál er hvort hún sé starfhæf, að minnsta kosti hefur þetta orðið ríkisstjórn Íslands til mikillar minnkunar, bæði innanlands sem og utan. Engu að síður þráast forkólfar ríkisstjórnarinnar við með þetta undarlega mál sem þeir þorðu ekki fyrir sitt litla pólitíska líf að bera undir þjóðina. Líkur benda hins vegar til að það líf verði ekki miklu lengra en fram að næstu kosningum.

 


mbl.is Vilja endurskoða stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta er alrangt hjá þér. Það hefði að líkindum orðið dýrara sem nemur kostnaði við fyrri atkvæðagreiðsluna - því á þeim tíma sem hún hefði farið fram var væntanlega meirihluti fyrir aðildarviðræðum - þó ekki væri meirihluti fyrir aðild.

Þá er jafn ljóst að andstaða gagnvart AÐILDARVIÐRÆÐUM er mjög ofmetin - þótt meirihluti landsmanna segist ekki vilja inn í ESB að svo stöddu. Enda er það ákvörðun sem þjóðin tekur þegar niðurstaða aðildarsamnings liggur fyrir.

Skil reyndar ótta andstæðinga ESB við aðildarviðræður - óttinn við góða niðurstöðu þar drífur þá áfram - þess vegna vilja þeir gera ´bjölluat í Brussel með því að hætta við. Þeir vita best sjálfir að ákveðin hluti andstöðu við ESB er annars vegar vegna rangfærslna þeirra umESB og hins vegar vegna þess að Íslendingar eru fúlir út í Breta og Hollendinga út af IceSave.

Það mun væntanlega breytast.

Hallur Magnússon, 26.8.2010 kl. 09:00

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir, líf stjórnarinnar verður ekki nema fram á haustið!

Sigurður Haraldsson, 26.8.2010 kl. 09:21

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má líka spyrja hvort þessar skoaðanakananir, fyrir sem gerðar voru, áður en sótt um, hafi verið á réttum forsendum.  Á þeim tíma var ekkert minnst á það aðildarferli, sem nú er hafið.  Umsóknarferlinu, var lýst þannig af aðildarsinnum, að málið snerist um "kíkja í kaffi" til Brussel.  Ef okkur líkaði ekki það sem væri með kaffinu, þá myndum við segja: "Bless og takk fyrir okkur."

 Núna er greinilega komið að því að þjóðin, að undanskildum þeim minnihluta hennar er aðhyllist aðild, finnst meðlætið með kaffinu vont og vill það ekki.  Þess vegna eigum við að "þurrka okkur fallega um munninn", standa upp, segja takk fyrir okkur og yfirgefa "kaffiboðið í Brussel".

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.8.2010 kl. 10:40

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvar taka menn þann rétt að staðhæfa að skoðanir okkar andstæðinganna séu ekki marktækar vegna þess að við vitum ekki "hvað er í boði?"

Er þetta fólk reiðubúið til að sækja um aðild að Kínverska alþýðulýðveldinu?

Ég geri ekki ráð fyrir því að neinn sé það en þá gilda um það sömu rök og hjá okkur hinum.

Enginn sómakær eiginmaður fer á stefnumót við ókunnuga konu til að skoða hvað sé í boði.

Það sem við vitum er að fullveldi íslensku þjóðarinnar er lagt undir í niðurstöðu þessara viðræðna.

Árni Gunnarsson, 26.8.2010 kl. 12:56

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Aðildarumsóknin verður ekki dregin til baka af neinni ríkisstjórn. Það verður Alþingi að gera. Alþingi verður á hverjum tíma að koma sér saman um ríkisstjórn eða rjúfa þing ella.

Það sem er sérstakt við þetta aðildarferli allt saman er að "næsta" ríkisstjórn mun halda þessu öllu saman gangandi: AGS, IceSafe og ESB umsókn. Það nefninlega vantar önnur úrræði. Það er ekki glæta að Ögmundur og Lílja Mó komist aftur til valda eftir kosningar. Það hafa náttúrulega allir áttað sig á þau eru ekki stjórntæk.

Spurningin verður ef xD fengi gott kjörfylgi þrátt fyrir afleita frammistöðu þá myndu þeir ekki heldur draga umsóknina til baka. Það er bara svona. Ég get ekkert að þessu gert.

Gísli Ingvarsson, 26.8.2010 kl. 19:04

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"Er þetta fólk reiðubúið til að sækja um aðild að Kínverska alþýðulýðveldinu?" spyr Árni nokkur mannvitsbrekka.

Hann heldur því sem sagt fram að það standi Íslendingum til boða að ganga í Kínverska Alþýðulýðveldið. Ég þarf fyrst að spyrja Tíbeta að því hvernig þeir stóðu að aðildarumræðunum. Þeir gengu síðastir þjóða í alþýðulýðveldið. Hvort samningar hafi byggst á jafnræðisreglunni í jafnaðarríkinu Kína er Árna sennilega mest spurn. Hann telur þó líklega að svo hafi ekki verið.

Annað gullkorn úr penna Árna: "Enginn sómakær eiginmaður fer á stefnumót við ókunnuga konu til að skoða hvað sé í boði." - þetta er svolilítð tvírætt. Við sómakæru eiginmennirnir förum bara alveg hjá okkur við svona tal. Árni kann örugglega að lýsa hörmulegri persónulegri reynslu sinni af framhjáhaldi. En hvað kemur það ESB kosningum við er bara fyrir fræðimenn framtíðarinnar að spá og spekúlera í. Sem þeir gera örugglega.

Gísli Ingvarsson, 26.8.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband