Grjótkastið á Geir
25.8.2010 | 13:51
Geir Waage kemur svo sem ekkert á óvart. Eftir að hafa lesið grein hans í Morgunblaðinu, og lesið málflutning mætra manna sem lagt hafa honum til stuðning sést berlega að hann er sjálfum sér samkvæmur og fráleitt að nokkurt lögbrot hafi fylgt orðum hans. Hann hefur alla tíð verið prinsípmaður og breytir því vart héðanaf.
Sá sem heldur öðru fram verður að benda á eitthvað annað en það sem presturinn hefur látið frá sér fara. Hins vegar á hann rétt á að tjá sig og það gerði hann um trúnaðarskyldu prests. Af um ræðunum má skilja að fleiri stéttir þurfa fortakslaust að gæta trúnaðar. Það á ekki síst við samband lögmanns og skjólstæðings hans.
Á bloggsíðum og umræðusíðum hafa fjölmargir talið sig þess umkomna að ásaka Geir Waage, jafnvel kollegar hans hafa verið í þeim hópi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, sagði kunnur maður einhvern tímann í fyrndinni. Ekki fæ ég séð að nokkur maður hafi vaxi með grjótkasti sínu að Geir Waage en hann stendur keikur sem fyrr.
Mun hér eftir sem hingað til hlýða tilkynningaskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt!
Þorsteinn Siglaugsson, 25.8.2010 kl. 16:29
Sammála því. Mér finnst fólk ekki vera á réttri leið með að ásaka Geir sem hefur ekki gert neitt annað en að standa með sinni einlægu sannfæringu og mun vonandi halda því áfram.
Hólímólí (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.