Er „einhver ölvun í gangi“ hjá VG?

Þingflokkur Vinstri grænna er eins og ökumaður bílsins sem ók inn í andyri Íslandsbanka í nótt og sagt er frá á mbl.is. Ástæðan var sú að hann hafði eitthvað að athuga við starfsemi bankans og svo kom fram i fréttinni að „einhver ölvun“ hafi verið í gangi ... hvað svo sem það nú þýðir.

Gegn vilja sínum hefur nú þingflokkur VG ekið með Samfylkingunni inn í biðsal ESB og tekur nú þátt í einhvers konar aðildarferli. Ekki er vitað hverju veldur en ljóst er að sé ekki „einhver ölvun í gangi“ þá ráða annarleg sjónarmið þeirri ákvörðun að taka sér stöðu í biðsal ESB.

Þannig er nú staðan að þvert á vilja þjóðarinnar, þvert á vilja þingflokksins, gegn öllum hagsmunum er Ísland komið inn í aðlögunarferli sem hefur aðeins eina útkomu. En vandinn er ekki þessu heldur sá álitshnekkir sem þjóðin verður fyrir vegna þess að misvitrir stjórnmálamenn leggja upp í vegferð með enga sýn á útkomuna.

Þó ekki sé ölvun í gangi er það þó alveg óskapleg víma fyrir VG að eiga aðild að ríkisstjórn og skiptir stefna og hugsjónir engu máli, allt er til sölu og innanflokks er allt í uppnámi.

Það er sosum ekkert nýtt að hver höndin sé upp á móti annarri í þingflokki VG, segir svo þingmaðurinn Árni Þór Sigurðsson. 

Hver kýs svona stjórnmálaflokk? 


mbl.is Verri kostur að hætta núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

?

Andrés Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband