Löngu dáin ríkisstjórn brettir upp ermar

Lífi ríkisstjórnar hefur verið bjargað en hún er engu að síður löngu dáin. Það minnir nú á hann Breshnev gamla sem var aðalritari sovéska kommúnistaflokksins. Hann ku hafa dáið nokkrum sinni í lok ferils síns sem æðsti valdamaður Sovétríkjanna. Hann vissi þó ekkert af endurteknum dauða sínum og var líklegast bara þeirri stundu fegnastur er hætt var að kalla hann til lífsins.  

Fyrir okkur, venjulegt fólk, er afar erfitt að skilja Magma málið. Því lauk fyrir tæpu ári en var nú vakið upp á ný löngu eftir að allt er frágengið.

Ríkisstjórn sem fyrir löngu er dáin ætlar að hætta við mál sem er fyrir löngu er frágengið og fær til þess aðstoð frá þingmönnum sem fyrir löngu eru orðnir leiðir á að ríkisstjórnin viti ekki hvoru megin grafar hún á að liggja.

Tilgangurinn er líklegast sá að gefa hinum órólegum þingmönnum úr Vinstri grænum tækifæri til að blása út, fá einhverja úrlausn vegna óanægju sína með framgöngu flokksins í allt öðrum málum; ESB, Icesave, atvinnuleysi o.s.frv.

Það verður hins vegar að viðurkenna að tímasetningin var snilldarleg því í þrjár vikur hefur ekki verið rætt um annað í ríkisfjölmiðlunum og jafnvel hinum líka. Jafnvel leyndarskjöl Bandaríkjamanna fá ekki viðlíka umfjöllun. 

Niðurstaðan er nú sú að ríkisstjórnin ætlar að gera eftirfarandi:

 

  1. Rannsakað verður hvenær Magma fékk að kaupa hlutinn í Hitaveitunni
  2. Kannað verður hvort Magma sé kanadískt skúffufyrirtæki í Svíþjóð
  3. Athugað verður hvort svona geti gerst aftur
  4. Tekið verði loforð af Jóhönnu og Steingrími að viðlíka muni aldrei gerast aftur 
  5. Órólega deildin í VG fær pulsu og kók í Bæjarins besta

 

Á meðan á þessu öllu stendur, líklega fram í október, mun enginn tala um atvinnuleysið í landinu, lausn á Icesave, fyrirtækjadauðann, yfirtöku banka á fyrirtækjum og öðru álíka smálegu. Ekki furða þó hún Þórunn Sveinbjarnardóttir, ... þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverand ráðherra umhverfismála, ... sé hamingjusöm. 

 


mbl.is „Farvegurinn er fundinn.“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú gleymdir meira að segja að minnast á gengistrygginguna.

Sko, þetta virkar!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fj...

Þú fylgist of vel með, Guðmundur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.7.2010 kl. 15:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alltof of vel, hefur mér verið sagt. En þetta sannaði mál þitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2010 kl. 15:58

4 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ hef það á tilfinningunni að ríkisstjórnin, ásamt fjármálafyrirtækjunum falli á haustdögum, eru bara í rólegheitum að skjóta undan sér lappirnar núna ~ ~ ((( o ))) ~ ~

Vilborg Eggertsdóttir, 27.7.2010 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband