Þriðji kosturinn er að reka „velferðarstjórnina“
15.7.2010 | 16:28
Höfundar skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eru íslenskir. Skýrslan var yfirfarin og samþykkt af sjóðnum og hann skráður sem útgefandi og höfundur.
ASG hefur hingað til lagt áherslu á að þær þjóðir sem fá aðstoð breikki skattgrundvöllinn, hvetji til aukinnar neyslu og fjárfestinga, frekar en að skattleggja almenning og fyrirtæki í drep.
Afskipti sjóðsins af innri málefnum landsins eru ósæmilegar í alla staði. Ekki síst er það ultimatium undarlegt að valið standi hreinlega á milli stöðugs efnahaggs eða hárra skatta. Hreint útilokað er að kostrnir í stöðu þjóðarinnar séu aðeins tveir.
Háir skattar eru síst af öllu ávísun á stöðugt efnahagskerfi. Þeir leiða til viðvarandi atvinnuleysis, til verðbólgu, til sóunar frekar en verðmætasköpunar. Einfalt er að bera saman þjóðarframleiðslu hjá þeim þjóðum sem byggja á háum sköttum og svo þeim sem eru með lægri skatta.
Hitt er svo annað mál að ríkisstjórnin ætlar hvergi að koma nálgægt neinum efnahagsumbótum hér á landi. Hún lætur ASG um að koma stefnumálum sínum á framfæri og þær eru einungis skattar og aftur skattar.
Þetta endar með byltingu, ríkisstjórn norrænnar velferðar og hinna vinnandi stétta verður bylt af hinum vinnandi stéttum sem vilja varðveita velferðina. Þriðji kosturinn er að losana við vinstri velferðarstjórnina.
Tveir slæmir kostir í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gallinn er bara sá að það er ekki ljóst hvort nokkuð betra kæmi í staðinn.
Púkinn, 15.7.2010 kl. 18:47
Vonum bara að stjórnin falli og nýjar kosningar verði boðaðar. Kannski eru ný öfl sem vilja koma sínu á framfæri
Sævar Már Gústavsson, 15.7.2010 kl. 21:14
Það er fullt af þeim Sævar.
Axel Þór Kolbeinsson, 16.7.2010 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.