Fláráða ríkisstjórnin beitir ASG fyrir sig

Hvernig stendur á því að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kemur með tillögur um skattalækkanir? Staðreyndin er sú að þessar tillögur hafa frá upphafi verið unnar í fjármálaráðuneytinu eða af aðilum því tengdu. Fyrir þessu eru traustar heimildir.

Fjármálaráðuneytið vinnur tillögurnar og leggur þær síðan fram hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem fer yfir þær og gerir loks að sínum. Um er að ræða ítrustu hugmyndir um skattahækkanir sem hugsast getur án þess að tekjuöflun landsmanna bíði af þeim umtalsverða hnekki.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn krefst þess að dregið verði saman í rekstri ríkisins og til að Ísland fái samþykkta endurskoðun á framhaldi lána þá er þetta krafan.

Síðan kemur sjóðurinn með tillögurnar og í því skyni að bera klæði á vopnin heldur hann því fram að Íslendingar geti staðið jafnfætis öðrum þjóðum ef ekki betur innan þriggja ára.

Fjármálaráðherra stendur keikur fyrir utan allt þetta. Hann hefur opinberlega hvergi komið nærri og jafnvel forsætisráðherra getur þóst rífa kjaft. Allt líkist þetta umræðunni eftir dóm Hæstaréttar um gengistrygginguna. Jóhanna og Steingrímur etja öðrum á foraðið og segjast sem fyrr vera að byggja upp skjaldborgina margfrægu sem líkist í mörgu alræmdu tónlistarhúsi. Þegar byggingu þess lýkur verða orðnir svo fáir eftir í landinu að notkun þess mun ekki svara kostnaði. 

Er ekki kominn tími til að losna við fláráða ríkissjórn. 


mbl.is Matarverð rýkur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjelag islenzkra magnaravarða

Magnaður andskoti!

Eru þetta ekki landráð? Þjóðin er að breytast í kjarklausa aumingja

Fjelag islenzkra magnaravarða, 14.7.2010 kl. 13:45

2 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Má maður spyrja, hvaða traustu heimildir eru þetta?

Hans Miniar Jónsson., 14.7.2010 kl. 14:29

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Auðvitað má spyrja. Hef því því miður ekki leyfi til að svara ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.7.2010 kl. 14:33

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú að sjálfsögðu, hef nú reyndar aldrei treyst þessum tveim til að leysa vanda þjóðarinnar, eina sem þau kunna er að drepa niður bæði atvinnuveg, sjálfstæði , dug og trú okkar á  að allt muni ganga upp.
Ég er nú búin að upplifa ýmislegt í pólitíkinni, enda kaus ég fyrst, ja, að mig minnir 1951 og hef aldrei horft upp á annað eins og þessa fáráðu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.7.2010 kl. 18:58

5 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Já þetta er sorglegt, það er víst ekki hægt að segja annað. En getið þið sagt mér hvað ætti að koma í staðinn fyrir þessa ónýtu stjórn?

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 14.7.2010 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband