Sjáið þá sem brugðust íslensku trausti
13.7.2010 | 10:44
Tiltrú almennings ... Að sjálfsögðu er þetta það sem skiptir máli í stjórnmálum. Það er hins vegar ekki á vísan að róa með kjósendur. Hluti þeirra breytir um skoðun og um leið er minnihluti orðinn meirihluti, ráðherra hverfur og annar kemur í hans stað, þingmaður fellur út af þingi, sveitarstjórnarmaður missir sæti sitt.
Stjórnmálamenn geta ekki byggt stefnu sína á skoðanakönnunum eða því sem þeir halda að meirihlutinn vilji. Mestu skiptir að hafa ákveðna stefnu og reyna að afla henni fylgis, byggja upp eldmóð meðal stuðningsmanna og svo ekki síst koma stefnu sinni í framkvæmd ef hún nýtur traust í kosningum.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kom sá og sigraði í síðustu forsetakosningum. Hann er sjónvarpsvænn maður, talar fallega, lofar öllu fögru og ræðusmiðir hans hafa byggt upp áferðafögur slagorð. Það gagnast hins vegar ákaflega lítið ef viðkomandi er framkvæmdafælinn maður.
Hér á landi er gríðarlegt atvinnuleysi. Ríkisstjórnin hefur ekki geta unnið bug á því. Lækkandi hlutfallstölur atvinnulausra byggjast á því að fjölmargir flýja land og atvinnulausir ganga í þeirra störf. Annað er það ekki og annað hefur ekki verið í boði. Slík er helstefna ríkisstjórnarinnar.
Vandinn er sá að þegar nýr maður kemur í stjórnkerfið verður hann annað hvort góður stjórnandi eða kerfið gleypir hann með húð og hári og hann gerist kerfiskall eða kelling. Þetta er staðreynd og engu skiptir hvort viðkomandi er sjónvarpsvænn eða ekki.
- Sjáið bara hvað varð um byltingaleiðtogann úr búsáhaldabyltingunni, Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra. Hann er orðinn vörslumaður kerfisins númer eitt. Stendur fastur gegn dómi Hæstaréttar um gengistryggðu lánin sem hafa mergsogið heimilin og hirt af þeim alla eignamyndun.
- Sjáið Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hinn byltingarleiðtoga alþýðunnar. Hann hefur nú lagt fram gríðarlegar skatthækkanir á Íslandi og beitir nú Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fyrir sig til að koma með enn frekar skattahækkanir.
- Sjáið konuna sem eitt sinn hrópaði: Minn tími mun koma! Hann kom vissulega og Jóhann Sigurðardóttir stendur stjórnarráðþrota ásamt restinni af flokki sínum og ríkisstjórn sem berst á banaspjótum yfir smáatriðum. Ætli hún hafi nú ekki viljað að þessi tími hefði aldrei runnið upp.
Allt eru þetta varðhundar kerfisins, fólk sem kann ekkert, getur ekkert en talar flátt. Tiltrú almennings á þessari ríkisstjórn er þrotin vegna þess að hún býr ekki yfir neinni stjórnvisku, aðeins gamaldags úrræðum sem eiga ekki við í nútímanum.
Treysta ekki lengur Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru asnar, Guðjón.
Grefill (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 11:02
Gæti ekki verið þér meira sammála Guðjón. En það versta er að kerfiskarlarnir sem fóru úr Stjórnarráðinu voru verri ef það er þá hægt. Við þurfum NÝTT AFL við þurfum að losna við fjórflokkinn og flokkshollustuna því þrátt fyrir að hún sé á einhv. undanhaldi þá snúa sauðirnir alltaf heim aftur samanbr. síðustu skoðanakönnun um fylgi flokkanna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn jók verulega fylgi sitt á ný. Ég bara spyr hvað er að þjóðinni að geta látið þetta yfir sig ganga?
Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 13.7.2010 kl. 11:59
Sannar það að við höfum misst sjálfstæði okkar og ríkisstjórnin er ekkert annað en verkstjóri AGS. Skiptir engu þó sjálfstæðisflokkurinn og framsókn kæmust að. bylting fólksins er það eina sem getur breytt stöðunni.
Kveðja að noðran.
Arinbjörn Kúld, 13.7.2010 kl. 12:17
Minnstan þokka hef ég á drullusokkunum sem þrátt fyrir margítrekaðar aðvaranir sérfræðinga innlendra sem erlendra sendu þjóð sína út í ystu myrkur örbirgðar. Síðan standa þeir öskrandi á torgum og gatnamótum og kalla þá sem við tóku landráðamenn!
Hvar eru milljarðahundruðin- eða þúsundin sem hurfu í vasa bankaræningja og annara misyndismanna á vakt þessa óþjóðalýðs?
Komast menn neðar í samfélagslegri ómennsku en að niðurlægja þá sem við tóku?
Árni Gunnarsson, 13.7.2010 kl. 19:58
Hér átti ég auðvitað við þá pólitíkusa sem stóðu á vaktinni og þá sem reyna að beina athyglinni frá þeim.
Árni Gunnarsson, 13.7.2010 kl. 23:49
Lengi getur vont verstnað.
Eyjólfur G Svavarsson, 14.7.2010 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.