Traust almennings byggist á dómi í þessu máli

Líklega skiptir minna máli hverjir eru sakborningar í þessu fyrsta máli sérstaks saksóknar vegna bankahrunsins. Augu og athygli beinast að sjálfu embættinu sem sækir málið og niðurstöðunum dómsins. Er málið svo vel unnið að dómurinn verði því hagstæður?

Þetta er ákaflega einfalt mál. Traust almennings á sérstökum saksóknara og raunar á stjórnvöldum byggist á því að „rétt“ niðurstaða fáist fyrir héraðsdómi og ekki síður Hæstarétti verði málinu áfrýað af hálfu þremenninganna.

Minna má á hversu hraklega ákæruvaldinu gekk í málaflækjunum gegn þeim Bónusfeðgum. Almenningur fékk það á tilfinninguna að þeir sætu undir stöðugum ofsóknum af hálfu stjórnvalda.

Undirbúningurinn fyrir málarekstri gegn þremenningunum tengdum Byr hlýtur að vera pottþéttur af hálfu sérstaks saksóknara. Að öðrum kosti getur hann bara pakkað saman og farið heim. 


mbl.is Lýstu allir yfir sakleysi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband