Montkassinn verður ábyggilega flottur

Á tímum þegar mest spurn er eftir verðmætasköpun í landinu þá er verið að klára montkassa af því að það svaraði ekki kostnaði að hætta við hana eða geyma. Kassinn er hrikalegasta minnismerki um bruðl útrásarinnar. Í þokkabót mun rekstur hennar kosta meira en svo að hún geti nokkurn tímann halað inn nema stutt sé við hana með styrkjum frá Reykjavíkurborg og ríkissjóði.

Hefur engum hugkvæmst að nota þessa peninga sem nú fara í montkassann í vegakerfið? Byggja upp ný fyrirætki, lána eða bara styrkja frumkvöðla?

Þjóðin hefur ekki efni á svona kassa. 


mbl.is Glerjað í líkingu stuðlabergs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Montkassin það er réttnefni. Hver sinn sem ég sé þessa byggingu dettur mér bara í hug orðin óhóf og glæpamennska

Finnur Bárðarson, 29.6.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Dingli

Nefndi það við Jens Guð í fyrradag að ég teldi mig vita ráð til þess í Montkassann, (flott nafn) yrði gulleggjum verpt. Segi honum því fyrstum frá(á morgun eða hinn) bestu viðskipahugmynd Íslandssögunnar síðan Einsi Ben seldi norðurljósin.  

Dingli, 30.6.2010 kl. 04:33

3 identicon

Jú mér datt í hug  þetta með vegakerfið, en þar sem ég er bara venjulegur almúgamaður sem skilur ekki nauðsyn þess að reisa þetta skrýmsli fyrir  frímiða elítuna sem á eftir koma saman þarna og sötra kampavín og láta sér leiðast á okkar kostnað, þá verður ekki hlustað á það sem ég hef að segja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:31

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, Rafn. Svona er nú lífið. Ef ég væri í frímiðaelítunni, fengi kampavín til að sötra og gæti látið mér leiðast í svona montkassa þá væri ég líklega ekki að skrifa svona pistla heldur fjallaði um adagio og moll hjá heimsfrægum hljóðfæraleikurum - held ég.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.6.2010 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband