Tími til að hætta þessari vitleysu

Er nú ekki komin tími til að hættar þessari vitleysu? Ekki er enin ástæða til að lögsækja þennan hóp frekar en lyðinn sem felldi og brendi jólatréð. Eða þá sem brutu glugga í húsi stjórnarráðsins við Lækjartorg.

Við þurfum að standa vörð um rétt fólks til mótmæla og jafnvel þó þau fari lítilsháttar úr böndunum. Markmiðið með lögsókn ákæruvaldsins er að skapa fordæmi og fá fram refsingu fyrir háttalag sem þykir slæmt fyrir almannaheill.

Mótmæli á ekki að banna. Þau hafa engin áhrif á heill almennings, að minnsta kosti ekki til hins verra. Upp úr stendur að almannafrið var rofinn af allt öðrum en þeim níumenningum sem nú eru ákærðir og þaðan af síður var friðurinn ekki úti vegna þeirra hundruða sem óumbeðin tekið hafa líka á sig sök í þessu máli.

Banakhrunið upphafði allsherjarreglu íslensks þjóðfélagsi. Efnahagur þjóðarinnar hrundi af ástæðum sem öllum er fullkunnugt um. Þjóðin varð reið og sumir leyfðu hugsanlega tilfinningarnar bera skynsemina ofurliði. Þetta sama fólk myndi áreiðanlega ekki ganga inn á Alþingi í dag með sömu látum enda aðstæður allt aðrar. ástæðan er einfaldlega sú að valdstjórnin er ekki að berja á síbrotamönnum heldur fólki sem ann sinni þjóð og vildi mótmæli meðferð framkvæmdavalds og löggjafarvalda á henni.

Valdstjórnin stendur fyrir sínu. Þrátt fyrir mótmælin hefur enginn blettur fallið á viruleika hennar. Því væri henni sæmast að halda áfram við önnur verk og mikilvægari en að hlutast til um afleiðingar mestu óáran sem komið hefur fyrir íslensks þjóðfélags.

Við nánari umhugsun hefði nú verið gaman að leggja fram ályktun þessa efnis á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi. Þá hefðu orðið meiri læti en vegna ESB sem þó var ágæt skemmtun.

 


mbl.is Fyrirtaka í máli níumenninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Það er allt í lagi að standa vörð um réttindi fólks til að mótmæla en ef fólk getur ekki hagað sér þá þarf að taka á málunum. Fólk getur ekki bara krafist þess að þeir sem það hefur ákveðið að sett allt á hausinn séu dæmdir og geti síðan hagað sér eins og asnar sjálfir.

 Hlýtur að segja sig sjálft og fáránlegt að það sé ekki löngu búið að setja fordæmi. Fólk getur mótmælt og ég er hlynntur því en ég vil að fólk hagi sér. 

Það eru lög í landinu hvað ósæmilega hegðun varðar rétt eins og annað og af hverju á að beygja þau lög bara af því að fólk var reitt? Það eru enginn haldbær rök fyrir því og með öllu fáránlegt að leyfa fólki komast upp með svona hegðun. 

Á þá ekki að beygja lögin til að ná Björgúlfi, Jóni Ásgeiri og fleirum verði þeir fundir saklausir? Ég meina, er ekki þá siðlaust orðið ólöglegt í þínum augum ef þér finnst rétta að sýkna þetta fólk? (spurning ekki ásöku)

Júlíus Valdimar Finnbogason, 29.6.2010 kl. 09:24

2 identicon

Ég vona að þau verði sýknuð, ef það gerist þá get ég farið óáreyttur inn á þingpalla og lamið þingverði og verið með allskonar skrílslæti. Ég er jú bara að mótmæla.

Eða hvað?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 09:37

3 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Nákvæmlega Rafn. Veit ekki hvort þú ert að tala í kaldhæðni eða ekki en þetta er nákvæmlega það sem mundi bjóða hættunni heim.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 29.6.2010 kl. 09:40

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurður samála þér.

Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 10:09

5 Smámynd: Ráðsi

Mér finnst allt í lagi að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Það er í lagi að mótmæla en að fara ekki að fyrirmælum lögreglu er annað mál. Mér finnst líka að hópur þingmanna Vinstri grænna eigi ekki að fá að starfa á alþingi ein og Álfheiður Ingadóttir sem stóð í fremstu víglínu í mótmælunum og hraunaði yfir lögreglumenn fúkyrðum. Síðan situr þetta kerlingarrassgat í nefnd sem fjallar um fjárlög löggæslu í landinu. Það er líka hægt að kæra fólk fyrir meiðyrði.

Ráðsi, 29.6.2010 kl. 13:51

6 Smámynd: FreedomFries

Rafn:

Það var enginn "laminn", og það voru ekki "allskonar skrílslæti". Ef þú kynntir þér málið, þó ekki væri nema rétt aðeins til að átta þig á því fyrir hvað nímenningarnir eru ákærðir, vissir þú að þau lömdu ekki einn né neinn.

Hvorki nímenningarnir né neinn annar úr þeim hópi réðst að lögreglumönnum eða þingvörðum með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi. Það urðu hins vegar stympingar þegar þingverðir ákváðu, án neinnar augljósrar heimildar eða ástæðu, skyndilega að loka Alþingishúsinu, og reyna að hindra að fólkið kæmist inn eða upp á pallana. Það var þá ekki búið að sýna af sér nein "skrílslæti".

Það hefur gerst áður, oftar en einu sinni, að hópur fólks fari á palla alþingis, eða að þar verði háreysti. Þá er fólk beðið að hafa sig hægt og vísað út. Í þessu tilfelli ákváðu þingverðir og lögregla að ráðast á fólkið áður en það komst á þingpallana. Og síðan eru nokkur úr hópnum ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis - refsingin fyrir þann glæp er að hámarki lífstíðarfangelsi, að lágmarki ár í fangelsi.

Það getur enginn heilvita maður verið annarrar skoðunar en að saksóknari og skrifstofustjóri Alþingis, sem á frumkvæði að kærunni, hafi farið offari í þessu máli öllu, og málatilbúnaður allur þeim til háborinnar skammar.

Þú getur lesið ákæruna hér:

http://blog.eyjan.is/freedomfries/2010/05/20/kurteislegir-ofbeldsseggir/

Mbk,

Magnús Sveinn Helgason

FreedomFries, 29.6.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband