Lifeyrissjóðirnir virðast hafa einkenni hjarðar
29.6.2010 | 08:20
Hvað vita lífeyrissjóðirnir um Iclandair sem almenningur veit ekki? Félagið sagði nýlega upp fjölda flugmanna, raunar eru það eins og jójó, segir þeim ýmist upp eða ræður aftur. Slíkt virðist ekki bera vott um stöugleika né góðar framtíðarhorfur.
Fyrirtækið er alfarið í eigu ríkisins. Miklar breytingar eru árlega í hópi yfirmanna, sem var ekki hér á árum áður, það er fyrir yfirtöku útrásarliðsins. Þá voru lykilstarfsmenn áratugum saman hjá félaginu og hjá þeim safnaðist gríðarleg reynsla. Yngri starfsmenn þurftu að vinna sig upp áður en þeim var treyst í mikilvægar stöður. Þannig var það jafnvel með starf forstjóra. Nú er eins og starf í ferðaþjónustu og flugmálum skipti minnstu enda heitir fyrirtækið útlensku nafni þó Group viðbótin sé horfin.
Lífeyrissjóðir virðast sem fyrr hafa einkenni hjarðarinnar, þegar einni beljunni er mál míga hinar líka. Þeim virðist vera nóg að einn lífeyrissjóðurinn sjái sér hag í að kaupa hlut í Icelandair til að hinir álykti sem svo að það sé í lagi.
Það vekur engu að síður athygli að lífeyrissjóðirnir telji Icelandair góðan fjárfestingarkost þrátt fyrir nýlega sögu fyrirtækisins. Ef til vill er það vegna einhvers sem okkur hinum er hulið eða þá að betri kostur er ekki hér innanlands.
Spenntir fyrir Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég á jafnvel erfiðara með að skilja kaup lífeyrissjóðanna á 90 milljarða jöklabréfum fyrir nokkrum vikum.
Það virðist lítið sem ekkert hafa breytst hjá lífeyrissjóðunum.
Sigurjón Þórðarson, 29.6.2010 kl. 09:11
Hvað hefur breyst yfir höfuð? Við látum troða á okkur endalaust og eins og ég hef áður bent á þá er ekki mark tekið á okkur frekar en ég veit ekki hvað!
Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 09:49
Ég varð að skoða afkomu fyrirtækisins og rakst á þetta:
http://www.icelandairgroup.com/servlet/file/item.pdf?ITEM_ENT_ID=436478&COLLSPEC_ENT_ID=808
Þar stendur að þeir hafi tapað hátt í tvo milljarða fyrstu þrjá mánuði ársins 2010. Óvarlega má áætla að tapið geti farið upp í 8 milljarða á öllu árinu þar sem tapið er aðallega fólgið í fjármagnsliðum.
Sumarliði Einar Daðason, 29.6.2010 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.