Svaðbælisá flytur mest allra

100520_leifi_hlaup2_998966.jpg

Einkennilegt er það með Svaðbælisá hversu vel hún flytur ösku ofan af jökli. Þetta er í raun í þriðja sinn sem mikið flóð kemur í hana. Fyrst gerðist það þegar hún flutti bráðvatn og ösku í upphafi goss í Eyjafjallajökli. Síðar rigndi og þá tók hún vel við sér þegar öskuþekjur runnu til á jöklinum og hluti af þeim rötuðu í ána. Og nú kemur hin langþráða rignin enn á ný.

Segja má að Svaðbælisá flytji lagerinn af jökuli og niður á láglendi og út í sjó. Verst að nú spillast ræktuð lönd á Þorvaldseyri.

Ekki nokkur á undir Eyjafjöllum virðist flytja janfmikið magn og Svaðbælisá. 

Meðfylgjandi mynd tók Leifi, bróðir Ólafs á Þorvaldseyri. Þarna sést leirinn sem Svaðbælisá flutti með sér í upphafi goss. Sjá nánar á myndasíðu Leifa, http://www.flickr.com/photos/leifi/sets/72157623874162612/.


mbl.is Suðurlandsvegur slapp naumlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta spillir sem betur bara ræktarlöndum tímabundið. Til lengri tíma þá flytur þetta fullt af steinefnum niður á sandana sem eru nauðsynleg til ræktunar og gætu þannig jafnvel bætt landgæðin þegar um hægist.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband