Heimilin í stórvanda þrátt fyrir 50 úrræði Jóhönnu
10.6.2010 | 08:14
Hvernig er þetta með heimilin í landinu? Geta þau bara ekki notað eitthvert af þeim 50 úrræðum sem ríkisstjórn hinna vinnandi stétta, heimila í landinu, ungmenna og menntunar, hefur fattað upp á?
Jóhanna Sigurðardóttir segir aðríkisstjórnin hafi verið í rúmt ár önnum kafin að finna upp úrræði fyrir skuldsettu heimilin. Fjármálaráðherra hefur sagt það sama. Baráttujaxlinn sem stökk inn í búsáhaldabyltinguna úr Háskólanum og er núna viðskiptaráðherra segir glaður í lund, eins og hann er vanur, að ríkisstjórnin leysi nú vanda allra.
Hvernig stendur þá á því að Hagsmunasamtök heimilanna kvarta? Hvernig stendur á því að öll rauðu ljósin loga og fjórðungur þjóðarinnar eigi í vanda?
Getur nokkuð verið að ríkisstjórnin hafi verið upptekin við önnur verkefni en að aðstoða heimilin í landinu?
Að minnsta kosti er verbólgan óþolandi há, 16.000 manns eru atvinnulausir, bankarnir liggja á lánsfé, fasteignamarkaðurinn er hruninn, bílamarkaðurinn er ónýtur ...
Sökkva í skuldafen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.