Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Strandsiglingar geta ekki keppt við vegina
9.6.2010 | 16:00
Vel getur verið að strandsiglingar við Ísland séu hagkvæmar. Ótrúlegt að enginn skuli hafa fattað upp á þeim. Hvorki skipafélög né önnur fyrirtæki eða einstaklingar. Gæti verið að þær geti ekki keppt við flutninga á vegum?
Hins vegar er ég handviss um að strandsiglingar gætu borið sig myndi ríkið borga með hverju tonni, hverri sigldri sjómílu eða bara borgað þann hluta af siglingunni sem viðskiptavinirnir munu ekki vilja borga.
Grínlaust er staðreynd málsins þessi: Ef strandsiglingar geta verið áhugaverður kostur þá hljóta þær að höfða til skipafélagana. Einhver ástæða er fyrir því að þau virðast ekki hafa áhuga á þessum viðskiptum.
Strandsiglingar álitlegur kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 1647016
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
eins og þú þá tel ég að strandsiglingar einar og sér standi ekki undir sér - hafnarmannvikri eru víðast til staðar - getum leift okkur að láta þetta eftir okkur ? kanski ekki rétti tíminn núna, kanski síðar þegar betur árar
Jón Snæbjörnsson, 9.6.2010 kl. 16:44
Tek undir með öllum þeim er sjá að enginn hefur áhuga á að fara í strandsiglingar.Enfaldlega vegna þess að þær geta alldrei staðið undir sér. Þessi flutningsmáti var þaulreyndur hér á árum áður og lognaðist útaf vegna þess að hann var ekki arðbær. Hvorki fyrir neitendur né sveitarfélögin út um landsbyggðina. Endalaus fjáraustur í stækkun hafnarmannvirkja út um allt og rekstur vörugeymsla gengur ekki upp fjárhagslega. BYGGJYM UPP ÞJÓÐVEGAKERFIÐ Á ALMENILEGAN HÁTT . FÆRUM INNFLUTTNUNGS OG ÚTFLUTTNINGS HÖFNINA UPP Á GRUNDARTANGA . SETJUM UPP DREYFIMIÐSTÖÐ ÚTFLUTTNINGS OG INNFLUTTNINGS ÞAÐAN UM LAND ALLT:
Guðmundur Gunnar Þórðarson, 9.6.2010 kl. 17:22
Hækkum þungaskattinn til að fjarlægja sem flesta vörubíla af vegunum!!! Það eru þeir sem eyðileggja þá.
Ragnar Eiríksson, 9.6.2010 kl. 18:04
Já Ragnar og borgum með hverju tonni sem skipinn flytja. Ríkið á nefnilega svo mikið af peningum. Og hækkum bara álögurnar á bensínið í staðinn því skattarnir sem koma af sölu ólíu á vörubílana dregst þar af leiðandi mikið saman.
Ómar Már Þóroddsson, 9.6.2010 kl. 18:24
Akkúrat eins og Guðmundur segir, þetta var, en var lagt niður vegna þess að vegirnir voru fljótari. Ég spyr bara hvað hefur breyst svona í sjóferðum sem að keppir við vegina....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.6.2010 kl. 20:50
Ætli þú að samkeppnisyfirburðir landflutninga yrðu jafn miklir ef kostaði við viðhald vega yrði skipt með eðlilegum hætti á milli fólks- og vörubílaeigenda?
Því hefur verið haldið fram að landflutningar séu niðurgreiddir með skatti á fólksbílaeigendur (og raunar með sköttum almennt).
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 21:29
Þetta getur ekki verið flókið dæmi. Það þarf bara að safnasaman forsendunum og svo einhvern sem kann að reikna. Það er þó þetta með forsendurnar að um þær er hægt að deila. Skemmtilegast væri þó að geta flutt fólk og vörur hringinn um landið með rafmagni. Strandferðaskipin gömlu höfðu þó einstakan karakter og það er ekkert til í nútímanum sem slær þau út að því leiti
Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2010 kl. 21:30
Hans.
Já ég held það því vörubíll eyðir töluvert meira en fólksbíll og svo borgar vörubíllinn þungaskatt að auki. Svo er það ofmetið hvað stórir bílar skemmi vegina. Það sem ég hef séð seinustu ár er að það koma hjólför í stlitlagið. Og það er ekki eftir þungaflutninga því þeir passa ekki einu sinni í hjólförinn. Það getur verið að stóru bílarni skemmi undirlagið en það er ekki gert við það.
Ómar Már Þóroddsson, 9.6.2010 kl. 22:22
Tek undir með Hrólfi; Gömlu strandferðaskipin höfðu þó einstakan karakter. Er nokku hér sem man eftir Súðinni gömlu, kanski Esjunni. Er svo minnisstætt þegar þessi fley þeyttu skipsflautur sínar,um leið og þær renndu fyrir ,,Oddann,, á Þingeyri. Það var allt að því hátíðlegt.
Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2010 kl. 02:22
sumt er lílega best að taka upp aftur og þar með talið strandsiglingar á rómantíska mátann eða þannig - náum "sjarmanum" til baka
Jón Snæbjörnsson, 10.6.2010 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.