Er askan meiri í Þórsmörk en Goðalandi

dsc_0061.jpgMér finnst ótrúlegt að staðan í Þórsmörk sem svona mikið önnur en í Goðalandi, sunnan Krossár. Hef komið í Bása tvisvar eftir að gosi lauk og finnst gróðurinn eiga ágætlega uppdráttar þrátt fyrir ösku.

Askan er að vísum mikil á Krossáreyrum og eykst eftir því sem utar er komið. Þannig er gríðarlega mikil aska í Steinsholti Merkurrana og svo í kringum Gígjökul og þar utar.

Auðvitað er mikil aska víða á láglendi en varla meira en svona rúmur sentimetri í Básum. Hugsanlega hefur hvassviðrið hreift talsvert við öskunni þessum slóðum síðan ég var þarna fyrir um átta dögum.

Tvær efstu myndir eru teknar í Básum. Þriðja myndin er af Langadal, sú fjórða er af Merkurrana og loks sú fimmta af skiltinu sem vísar veginn í Húsadal.

dsc_0093_997940.jpg

 

dsc_0122_997941.jpg

 

 

 

 

 

 

 

dsc_0163.jpg

 

dsc_0166_997943.jpg


mbl.is Áfall að sjá ástand Þórsmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sæll nafni, 

Ég kíkti þarna inneftir og tók nokkrar myndir. Það kom mér á óvart hversu stórt svæði var markað af öskufalli. Ég læt til gamans fylgja slóð á nokkrar myndir sem ég tók. Sjá öskumyndir.

Sigurður Ingi Jónsson, 7.6.2010 kl. 14:04

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta eru góðar myndir hjá þér. Askan er langt norður í Emstrun. Sérkennilegir öskustrókar á myndinni þar sem sást í Hattafell.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.6.2010 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband