Hryðjuverk Orkuveitunnar?
3.6.2010 | 16:29
Orkuveita Reykjavíkur breyttist þegar R listinn tók yfir stjórn borgarinnar frá því að vera eingöngu þjónustufyrirtæki í að vera apparat sem veður yfir náttúruna við Hellisheiði, Hengil og Kolviðarhól eins og hryðjuverkasamtök.
Við Kolviðarhól var byggt hús sem er í hrópandi ósamræmi við allt landslag á svæðinu. Voru þó gríðarlegir möguleikar að fela bæði leiðslur, hús og framkvæmdir. Það var ekki gert en haldið áfram við að breyta landi. Lítum bara á Hellisheiði, Hellisskarð, Skarðsmýrarfjall og svæðið í kringum Kolviðarhól og til vesturs. Var þessu fólki ekki kennt að taka til eftir sig?
Núna viðrar fyrirtækið sig upp við almenning með því að leggja göngustíga og byggja skála rétt þá gleymi fólk hryðjuverkunum.
Þannig er núna er starfsemi Orkuveitunnar háttað að það þarf að stöðva rekstur hennar vegna breytinga. Hún gerir eins og Sundlaugin í Laugardal sem lokar og tæmir laugina. Munurinn er bara sá að afleiðingin er stórhættulegt hjá Orkuveitunni. Ökumenn og gangandi fólk er sett í stórkostlega hættu vegna gufu sem leggst getur yfir þjóðveginn, brennandi heitt vatn sem lekur út um koppagrundir og blásandi borholum.
Niðurstaðan er sú að lífi og limum fólks getur verið stórkostlega ógnað af þessu undarlega fyrirtæki sem einu sinni var ætlað að afla og miðla rafmagni og vatni.
Varað við blásandi borholum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.