Ólýðræðisleg trúðslæti í pólitík

Leynifundir sem eru ekki leynifundir. Trúnaðarsamtöl sem eru ekki ... Hvað á maður að halda? Nú þykir fínt að nota sérstök orð og frasa sem ýmist eiga að merkja það sem þau segja eða eitthvað þvert á móti. Gott og vel. Ef orð hafa skipt um merkingu hefur lýðræðið beðið hnekki.

Mér finnst ekkert trúverðugt við Besta flokkinn og hef það á tilfinningunni að það sé verið að hafa Dag B. Eggertsson og Samfylkinguna að ginningarfíflum. Og það er ekki bara mál Dags og félaga, það er óréttlæti og ólýðræðislegt.

Fjölmargir segja að fjölmiðlar séu fjórða valdið. Af hverju er því ekki beitt. Fjölmiðlamenn eru ragir við að beita sér á sama hátt gegn forkólfum Besta flokksins og þeir gera gegn öðrum.

Besti flokkurinn er aldrei grillaður. Foringjar hans eru aldrei teknir til yfirheyrslu. Þeir hafa hingað til ekki þurft að standa fyrir máli sínu. Þeir mega rugla í orðum og frösum, tala um leynifundi, trúnaðarsamtöl, aumingja og svo framvegis. Engum öðrum myndi líðast það. Verst er þó að fjölmiðlamenn virðast ritskoða sig gagnvart flokknum. Öll furðulegheit flokksins yfirfæra yfirfæra fjölmiðlamenn jafnóðum sem gagnrýni á eitthvurt ríkjandi flokkspólitískt kerfi.

Allt þetta er rangt.  Jón Gnarr á ekki að komast upp með hálfkveðnar vísur, segjast vilja gera allt fyrir alla. Það er engin stefna. Hann mun þurfa að taka til hendinni, forgangsraða innan knapps fjárhags borgarinnar. Um leið og flokkur hans gerir það er hann orðinn flokkpólitískur og í slíku er engin nýlunda. Segist hann ekki vera pólitískur er hann einfaldlega að ljúga.

Við getum tekið allar fjárveitingar Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga og annarra frjálsra félagasamtaka og sett þá í dagvistunarmál, skóla og annað álíka. Ýmsir munu fagna slíku en um leið búum við til annan vanda. Það liggur alveg ljóst fyrir.

Hægt er að taka allar fjárveitingar til tómstundamála í Reykjavík og leggja í dagvistinun ungra sem aldinna, skóla og annað álíka. Á sömu stundu og margir fagna þessu munu aðrir fordæma vegna þess að við breytinguna verður til vandi.

Allt orkar tvímælis þá gert er. Það sem einum þykir réttlætismál finnst öðrum rangt. Þess vegna reyna stjórnmálaflokkar að fara bil beggja. Menn semja um forgangsröðun. Það finnst mörgum vera argasta óréttlæti og nefna hrossakaup.

Út á hvað gengur þjóðfélagið? Allt er takmörkunum háð og sérstaklega það fjármagn sem sveitarfélög og ríkisvald hafa úr að spila.

Þess vegna er það bull þegar forsvarsmenn Besta flokksins tala í véfréttastíl, þykjast og reyna að vera fyndnir og þeir eru oft fyndnir. Lýðræðið er hins vegar ekkert gamanmál og það skiptir gríðaleg miklu máli að skoðanir þeirra sem veljast til stjórnunar liggi uppi. Allt annað er ólýðræðislegt.

Og það eru engin rök að einhverjir aðrir flokkar séu vitlausari. Það bætir allra síst stöðu Besta flokksins. 


mbl.is Trúnaðarsamtöl á leynifundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

...hefurðu reynt að leita þér hjálpar Sigurður minn? Það eru til allskonar sálfræðingar og aðstoð. þú þarft ekkert að skammast þín fyrir að leita aðstoðar  Því þannig er það. Sá sem þarf mestu hjálpina veit minnst af því sjálfur. Annars er Jón Gnarr með reynslu af að vinna með geðfötluðum og mun beita sér fyrir að þau mál fái verðskuldaða athygli...ekki gleyma meðulunum þínum og þetta verður allt í lagi..

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 00:40

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

....ég veit vel að þú varst í Hlíðarskóla, kannt fullt af bröndurum og ert vel að þér í fullt af málum. Ármann Kr. Einarsson var kennarinn minn ef þú mannst eftir honum...þegiðu nú og vertu jákvæður. Jón Gnarr reddar þessu bulli sem er búið að vera hjá "atvinnumönnunum" sem ekkert kunna eða vilja ekki gera...

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 00:52

3 identicon

Ég ætlaði að segja eitthvað hér, en gleymdi svo hvað það var.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 01:54

4 identicon

Maður verður þunglyndur af því að lesa þessi skrif, ég vissi hreinlega ekki að það væri hægt að vera svona leiðinlegur.

En þú hefur augljóslega ekki það sem til þarf til að sjá hlutina fyrir það sem þeir eru

Það er stór munur á því að láta stundum eins og fífl eða vera fífl...

Eitthvað sem þú og fleiri virðist eiga mjög erfitt með þegar kemur að Besta Flokknum

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 01:57

5 identicon

Erfitt meða að sjá... átti þetta að vera þarna í síðustu málsgreininni

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 01:58

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

...það er alltaf gaman að sjá fólk sem var í sama skóla og þekkir eitthvað til mála. Sigurður er ekkert leiðinlegur, bara æðislega einfaldur og góður maður. Ekki er það glæpur?

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 02:10

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vel má vera að einhverjum hafi leiðst lesturinn, það skiptir ekki máli. Ekki heldur sú kenning að ég sé leiðinlegur eða þurfi að leita mér hjálpar. Þeir sem rita athugasemdir ættu að láta sér nægja að vera sammála eða ósammála - með einhverjum rökum.

Nema minn kæri kommenter, Grefillinn sjálfur. Skil sjónarmið hans vel.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.6.2010 kl. 08:24

8 Smámynd: Einhver Ágúst

Sæll Sigurður og takk fyrr stuðninginn, við erum afar hress í Besta og þú mátt taka það sem persónulegu loforði frá mér að við erum að vinna af 100% heiðarleika og heilindum í þágu borgarbúa.

Áhyggjur þínar eru óþarfar þó þær séu skiljanlegar útfrá því að þú heldur með liði sem ekki er með í þessum umræðum, þannig virkar þú og gott og blessað.  Og vissulega eru áhyggjur þínar skiljanlegar hvað rekstur borgarinar varðar, þú kannski veist betur en flestir hve slæmu búi þitt lið skilar af sér þar.

 Kv Ágúst Már Garðarsson

Einhver Ágúst, 3.6.2010 kl. 08:38

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ágúst. Höldum því til haga sem rétt er. Ef þú heldur að ég hafi verið að lýsa yfir einhverjum stuðningi þá hefurðu ekki lesið pistilinn rétt.

Ég dreg ekkert í efa að Besti flokkurinn vilji vinna af heiðarleika og heilindum í þágu borgarbúa. Sama á við aðra stjórnmálaflokka. Ásakanir um annað eru tómt rugl.

Hvað hefur þú fyrir því að illa hafi verið skilið við rekstur borgarinnar?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.6.2010 kl. 08:49

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er ekki með neinar ásakanir og finnst þú í alvöru með skrifum þínum bara veita okkur stuðning og hvatningu.

Takk kærlega

Einhver Ágúst, 3.6.2010 kl. 08:52

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það væri þá óskaplega gaman ef þið tækjuð mark á því sem ég er að segja.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.6.2010 kl. 09:34

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Við gerum það Sigurður og ég bendi þér á http://www.betrireykjavik.is/ þar sem þér gest færi á að koma þínum hugmyndum og kröftum á framfæri, færa fyrir þeim rök og koma þeim í framkvæmd. Orka þín, hæfileikar og orð myndu betur koma að gagni þar en hér í bloggheimum.

Skoðaðu það, við erum að taka þennann vef inní viðræðurnar í alvörunni.

Kv Ágúst

Einhver Ágúst, 3.6.2010 kl. 09:46

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er nú ekki bara Jón Gnarr sem kemst upp með hálfkveðnar vísur.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.6.2010 kl. 12:30

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er algjörlega samála þér í þessum pistli, Sigurður.

Það á ekki að vera skilirði að maður hafi sens fyrir húmor Jón Gnarr og félaga til að skilja á hvaða forsendum þeim eru færð völd í þjóðfélaginu.

Þetta grín er grafalvarlegt mál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.6.2010 kl. 12:49

15 identicon

Sammála þér Sigurður.

Finnst þessi brandari ekki hót fyndinn og hálf vorkenni ræflunum í Samfylkingunni að láta niðurlægja sig svona.
þar fyrir utan finnst mér Besti ekki byrja hreinsunina/breytingarnar vel með því að velja sér samstarfsflokk sem borgarbúar hafa hafnað. 
Ég hefði viljað sjá samvinnu allra flokka í hlutfalli við árangur þeirra í kosningunum.

En vonandi munu Æ og S koma mér á óvart og gera eitthvað af viti í borgarmálunum.  Ég er þó ekki bjartsýn.  
Mig langar að sjá fjölmiðla leggja harðar að Jóni og co í viðtölum.  Hætta þessum skrípaleik og tala af alvöru.  Fjölmiðlamenn eru að láta "húmorinn" spila með sig og detta ofan í það far að geta ekki talað af alvöru við þann sem svarar ekki af alvöru.
Við borgarbúar hljótum að eiga það skilið að okkur sé svarað af alvöru þegar við leitum eftir svörum um framtíð borgarinnar okkar.

Hrafna (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 17:15

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"þar fyrir utan finnst mér Besti ekki byrja hreinsunina/breytingarnar vel með því að velja sér samstarfsflokk sem borgarbúar hafa hafnað." 

Hmmm, var einhver flokkur þarna - að frátöldum þeim Besta sem ekki tapaði???

Nei, alveg rétt, þeir unnu varnarsigra

Haraldur Rafn Ingvason, 3.6.2010 kl. 18:45

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Mig langar að sjá fjölmiðlamenn leggja harðar að Jóni í viðtölum?" "Hætta þessum skrípaleik og tala í alvöru". Það eru búnar að vera sérfræðingar í að tala við fjölmiðla, og allir voru góðir í að "tala í alvöru". Sem síðan sýndi sig að var tóm þvæla. Besti lýsti því yfir allan tíma að þeir myndu vinna með hverjum sem er, svo fremi þeir hafi eitthvað til málanna að leggja.

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 19:04

18 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gott að vita að maður er ekki einn, Hrafna.

Óskar, ánægjulegt að þú skulir fylgjast með þessum þræði. Hins vegar sakna ég þess að fullyrðingum þínum fylgi ekki rök. Hverjir hafa verið að „þvæla“ eins og þú kallar það? Eru allar andstæðar skoðanir við þínar tóm della eða hvað?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.6.2010 kl. 20:25

19 identicon

Haraldur, var það ekki öllum ljóst að fylgið hrundi af S og VG og fluttist yfir til Besta flokksins?

Alveg óþarfi að vera svona bitur yfir "varnarsigri" Sjálfstæðisflokksins sem náði þó meira fylgi í Reykjavík en strengjabrúðurnar í Samfylkingunni ;)

Besti Flokkurinn hefur kannski séð að þar er að finna einu ginningarfíflin sem eru nógu valdaþyrst að þau gera ALLT fyrir sætin sín. Ætli Jón Gnarr setji það ekki sem skilyrði að Dagur B standi á haus á næsta fundi, eða mæti í bleikum blúndukjól.

Hvað þarf til að Dagur átti sig á að hann er sjálfur brandarinn?

Óskar, þú ert svo ómálefnalegur að það nenna fæstir að svara þér. Ekki nenni ég því. amk ekki í þetta sinn.

Hrafna (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 20:53

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hlýt að vera eithhvað óskýr. Ég geri ráð fyrir að fólk viti af ástandi mála séð út frá þeim sem hafa t.d. misst allt vegna "málefnalegar og rökfastra atvinnu pólitíkusa. Fólk, eða kjósendur fengu að vita af "´þvælunni" sem hafði liðist árum saman, í gegnum atvinnumissi, eignamissi og að þeirra persónulega líf breyttist á augabragði. Kjósendur skildu að bófar fela sig einmitt á bak við þetta leikrit arvinnustjórnmála mannsins. Það sem er sorglegt í þessu að fólk með þessa hóphegðun "málefnalegra" og afar kurtesra stjórnmálamanna, sýna síðan að ekkert er að marka þá. Um það snýs þetta alltsaman. Aulafyndni er ábyggilega ekki ráðið til að koma skoðun sinni á framfæri. Enn hún er notuð til að létta fólki lesturinn. Ekkert er eins leiðinlegt að lesa, eins og gerilssneidd skrif "málefnalega fullkomna fólksins". Þeir eru margir og eiga það sameiginlegt að sé nokkur nógu kurteis, geti hann orðið ráðherra. Komi hann beint úr háskólanum, fer hann beint í að stjórna þjóðinni. Með ótrúlega litla reynslu úr raunveruleikanum. Jón Gnarr hefur mikla hins vegar. Með hjálp af henni er hann líklegri til að ákveða hluti sem eru lýðræðislegir, enn fólk sem hefur horft á sama vandamálið í tugi ára (leikskólar t.d.) án þess að leysa það. Horft á ótrúlega ósæmandi hegðun ráðamanna gagnvart elliheimilum og sjúkravistun langveikra. Skólamál eru í lamasessi. Ef einhver kann að lesa hvaða þjóðfélag sem er, skoðar maður fyrst þá verst settu í þjóðfélagin og getur fengið mikilvæga vitneskju út frá því. Þetta kann Jón Gnarr og þess vegna bind ég vonir við hann. Að hann muni forgangsraða öðruvísi enn þetta fólk sem vann "varnarsigur" í kosningum. 

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 22:20

21 identicon

Spyrjum að leikslokum Óskar.

Eins og ég segi, þá vona ég að Brandaraliðinu takist að koma mér á óvart þó ég sé ekki bjartsýn á það.

Hrafna (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 22:56

22 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jæja, Óskar. Þakka þér fyrir innlitið, en ég er engu nær. Látum þessu nú lokið hérna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.6.2010 kl. 23:13

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Brandaraliðið" tapaði kosningunum. Jón Gnarr og hans flokkur vann. Og það er engin brandari. Trúðarnir fóru í frí. Þeir unnu ekki. það er þess vegna sem t.d Sig.Sig "er engu nær". Og hann er ekki einn um það heldur. Menn skilja ekki að í öllum þjóðfélögum eru töluð mörg tungumál og það eru margar tegundir af skilning á sömu hlutunum. Sumir hafa eitt tungumál og bara eina tegund af skilning. það er ekki hægt að hafa svoleiðis fólk við völd í landinu...takk fyrir spjallið.

Óskar Arnórsson, 4.6.2010 kl. 04:13

24 identicon

Tek undir þessi orð Andríkismanna:

"Hvað þykir spekingum aftur hafa einkennt hugarfar á Íslandi misserin fyrir bankahrun og hafði að þeirra sögn mikil áhrif á hvernig fór í viðskiptalífinu? Var það ekki gagnrýnisleysi, hjarðhegðun, áhugaleysi á alvöru umræðu og heift gagnvart þeim sem voru taldir geta spillt stemmningunni með því að vantreysta þeim sem þóttu sniðugastir og flottastir?"

http://www.andriki.is/

Sé ekki betur en að sagan sé að endurtaka sig. 

Menn ættu að hafa lært það í gegnum tíðina að þótt einni stjórn sé steypt af stóli með þátttöku almennings, þá þýðir það ekki að sú næsta verði sjálfkrafa betri.

Skulum ekki gleyma því hvernig Kommúnistar eða Nasistar komust til valda.  En þeir heilluðu einmitt almenning uppúr skónum með boðuðum breytingum og betri tíð með blóm í haga. Fengu fjöldann í lið með sér í baráttunni við stjórnvöld.  Sáust svo nokkurn tímann blóm í haganum eftir að þeir tóku við stjórnartaumunum?  Nei.

Nú er ég EKKI að líkja Besta flokknum við Kommúnista eða Nasista, heldur aðeins að benda á að þó svo að loforðið um betri tíð, langþráðar breytingar og blóm í haga sé hávær og almenningur taki þátt í baráttunni fyrir breytingunum, þá er það ekki sjálfgefið að draumarnir rætist.

 

En, ég segi enn og aftur.  VONANDI tekst þeim að koma mér á óvart.

Hrafna (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 10:30

25 Smámynd: Einhver Ágúst

Von!! Er einmitt lykilorðið, vonin er góð, það verður bras og vinna að koma þessu saman í Reykjavík en ef vonin verður ekki með þá getum við alveg gleymt þessu. En betri tíð með blóm í haga er ekki alveg á morgunn, en þó má geta þess að ekki er allt vont á þessu blessaða landi.

Kv Ágúst

Einhver Ágúst, 4.6.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband