Kýld'ann Óskar! Sparkaðu í punginn á honum, Einar!

Slagsmál, slagsmál, arga krakkarnir á skólalóðinni og þyrpast í kringum tvo rykuga stráka sem gera upp sakirnar með hnúum, hnefum og spörkum. Kýld'ann, Óskar! Sparkaðu í punginn á honum, Einar! Hrópa krakkarnir í æsingnum.

Og Framsóknarmenn halda áfram bræðravígum og ekkert lát er á. Horfir allt í flokkurinn klofni í herðar niður og á milli verður miklabraut til beggja átta. Verst er að enginn er lengur til að segja af sér, taka ábyrgð á óhollustunni. Halldór er farinn, Guðni er farinn, Steingrímur er alfarinn. Einhvers staðar hlýtur að finnast varaformaður í hverfafélagi sem geti sagt af sér.

Í borginni standa tveir menn gráir fyrir járnum, núverandi og fyrrverandi. Fyrrverandi sakar hinn um að hafa farið fram í einhvers konar prófkjöri án þess að hann hafi fattað. Núverandi segir að hinn hafi ekki átt að vera sjálfkjörinn.

Ekki er deilt um málefni heldur menn. Kraftur og eldmóður fer í bræðravíg. Flokkurinn hefur orðið sér til athlægis og veit nú enginn fyrir hvað hann stendur nema svikabrigsl og sérgæsku. Fyrir alla muni haldið áfram, Framsóknarmenn. Þetta er alla vega stefna sem fróðlegt er að sjá hvort upp gengur og flokkurinn þarf ekki að ná kjöri til að halda henni fram.

Að lokum stendur einn eftir, búinn að missa tennur, er sár í pungnum, en er óumdeilanlega mesti slagsmálahundurinn í skólanum og enginn þorir í'ann. Eins gott því hann er svo óskaplega þreyttur, vill fara heim tilmömmu.


mbl.is Líkt og Óskar hafi búist við sjálfkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Leyfum Framsóknarmönnum að sjá um það sjálfir að slátra sér, sama hvaða meðul þeir nota. Svo getur útförin farið fram í kyrrþey að ósk hins látna

Sverrir Einarsson, 2.6.2010 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband