Orðfár í samstarf við málugan
30.5.2010 | 20:54
Mikið óskaplega fer nú vel á því að Jón Gnarr og flokkur hans taki saman við Dag Eggertsson og Samfylkinguna. Þar fara saman tveir menn sem eiga svo margt sameiginlegt. Annar lætur ekkert uppi um fyrirætlanir sínar hinn heldur engu eftir, talar langt og óskipulega um einföld mál.
Þeir ættu að geta náð saman í einhvers konar samræðustjórnmálum hafi annar þolinmæði að hlusta á hinn eða með öðrum orðum, geti sá orðmargi fundið út hvað sá orðfái vill.
Besti flokkurinn er stjórnmálaflokkur. Það fer ekkert á milli mála. Hann er núna orðinn hluti af fjórflokknum, fjórflokki borgarinnar. Og þá verður gaman að sjá hvort kjörnir borgarfulltrúar flokksins eiga erindi upp á dekk og ekki síst hvort flokkurinn sé samstæður. Hugsanlega gengur flokknum betur en mannkynsfrelsurunum sem kenna sig við Hreyfingu á Alþingi.
Eini kosturinn við hugsanleg samstarf Besta og Samfylkingar er að nú fá stjórnmálafræðingar nóg að gera við túlkanir á orðum Dags og orðleysi Gnars.
Ræddu við Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Facebook
Athugasemdir
Mikið væri gaman að vera fluga á vegg þegar Dagur ræðir saman.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.5.2010 kl. 00:28
Flugur hafa litla þolinmæði.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.5.2010 kl. 00:32
Rétt er það - spurning hvort gnarr hefur haft þolinmæði til þess að hlusta á Dag ræða saman -
einhver ætti að benda Degi á það að í samræðum eigi báðir að komast að
Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.5.2010 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.