Öskubyljir í kringum jökulinn í sumar Myndir
25.5.2010 | 16:41
Gríđarleg aska er suđur og austur af Eyjafjallajökli. Hún er létt og um leiđ og hreyfir vind fýkur hún. Ég gekk upp á Fimmövrđuháls um síđustu helgi og sá međ eigin augum hvílík auđn ţarna er og hversu mikiđ getur gengiđ á ţegar hvessir.
Á Skógaheiđi, ţe.e. upp frá Skógum og ađ göngubrú yfir Skógá er ţunnt öskulag, á ađ giska 2-3 cm.
Fyrir ofan göngubrú fer ţykkt öskunnar vaxandi. Viđ Fúkka má segja ađ askan sé líklega um 7-10 cm ţykk.
EFst á Hálsinum er hún ađ minnsta kosti 12 cm. Undir er vetrarsnjórinn, vel einangrađur, og geymist líklega fyrir komandi kynslóđir.
Ekki veit ég hvađ gerist ţegar rignir í öskuna. Sumir segja ađ hún verđi eins og steypa en ađrir segja ađ hún síist niđur í jarđveginn. Hvađ sem ţví líđur á eftir ađ rigna á Skógaheiđi og Fimmvörđuhálsi og svo kemur ţurrkur, ţađ hvessir og svo framvegis.
Efsta myndin er tekin um ţrjá km fyrir ofan göngubrúna yfir Skógá. Ţar, í litlu dalbotnana, hefur safnast saman vatn og ţannig verđur til öskuleđja.
Nćsta mynd var tekin skammt fyrir neđan. Ţar hafđi öskulag í brekku runniđ til og opnađ rennu ofan í landiđ..
Ţriđju myndina tók ég af vefmyndavélinni í Múlakoti. Á henni má í fjarska greina Eyjafjallajökul en fyrir framan viđ hann er öskumökkur sem rýkur af Markarfljótsaurum.
Ţví miđur er líklegt ađ sumariđ í kringum Eyjafjallajökul verđi á köflum eins og myndin sýnir.
Sólheimasandur nánast ófćr | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Athugasemdir
Ţetta sem viđ sjáum er bara byrjun á mikilli hamfarasögu vittu til!
Sigurđur Haraldsson, 25.5.2010 kl. 21:53
Sćll nafni. Ţú er búinn ađ vera ansi hreint neikvćđur ađ undanförnu. Sannast sagna veit ég ekki hvort ástćđa er til ađ hafa meiri áhyggjur af ţér en spádómum ţínum. Vonandi er hiđ fyrrnefnda ástćđulaust en hiđ síđarnefnda komi aldrei fram.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 25.5.2010 kl. 23:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.