Fimmvörđuskáli er öskubakki
23.5.2010 | 17:28
Viđ gengum tveir félagar, yfir Fimmvörđuháls. Ţar höfum viđ um árin átt ófá sporin, ţekkjum nćstum ţví hverja ţúfu. Í ţetta sinn var hann frekar ókennilegur og varla ađ viđ ţettum okkur á einstaka stöđum. Ţetta gerir askan sem liggur yfir öllu, grá og ógeđsleg.
Auđveldlega má breyta um nafn á Fimmvörđuhálsi og má hann ţví heita Öskubakki án ţess ađ neinu sé logiđ.
Hér er mynd af Fimmvörđuskála Útivistar sem stendur ţví sem nćst efst á Hálsinum. Allt frá Fúkka og yfir ađ Bröttufannarfelli er askan mjög ţykk. Hún hefur falliđ á snjó sem bráđnar hćt og myndar leđjupolla stóra og smáa.
Hálsinn er ekki ófćr en hann er seinfćr og leiđinlegur. Ţó er gaman ađ koma ađ nýja Eldfellinu og skođa hrauniđ. Fćrt er yfir en segja má ađ hrauniđ sé algjör leggjabrjótur. Best er ađ fara niđur međ hrauninu, ţar mjókkar ţađ og veđrur auđveldar yfirferđar.
Neđri myndin erfrá Skógaheiđi. Í lítili brekku hefur askan runniđ niđur og sjá má gróđurinn undir. Ţarna er ţykkt öskunnar um ţađ bil 15 cm.
Ég ćtla ađ birta myndir úr ţessari ferđ minni í dag og nćstu daga. Af mörgu er ađ taka og stórkostlegt ađ sjá hvernig Eyjafjallajökull hefur spillt sínu nánasta umhverfi.
Gosiđ liggur alveg niđri | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.