Fimmvörðuskáli er öskubakki
23.5.2010 | 17:28
Við gengum tveir félagar, yfir Fimmvörðuháls. Þar höfum við um árin átt ófá sporin, þekkjum næstum því hverja þúfu. Í þetta sinn var hann frekar ókennilegur og varla að við þettum okkur á einstaka stöðum. Þetta gerir askan sem liggur yfir öllu, grá og ógeðsleg.
Auðveldlega má breyta um nafn á Fimmvörðuhálsi og má hann því heita Öskubakki án þess að neinu sé logið.
Hér er mynd af Fimmvörðuskála Útivistar sem stendur því sem næst efst á Hálsinum. Allt frá Fúkka og yfir að Bröttufannarfelli er askan mjög þykk. Hún hefur fallið á snjó sem bráðnar hæt og myndar leðjupolla stóra og smáa.

Hálsinn er ekki ófær en hann er seinfær og leiðinlegur. Þó er gaman að koma að nýja Eldfellinu og skoða hraunið. Fært er yfir en segja má að hraunið sé algjör leggjabrjótur. Best er að fara niður með hrauninu, þar mjókkar það og veðrur auðveldar yfirferðar.
Neðri myndin erfrá Skógaheiði. Í lítili brekku hefur askan runnið niður og sjá má gróðurinn undir. Þarna er þykkt öskunnar um það bil 15 cm.
Ég ætla að birta myndir úr þessari ferð minni í dag og næstu daga. Af mörgu er að taka og stórkostlegt að sjá hvernig Eyjafjallajökull hefur spillt sínu nánasta umhverfi.
![]() |
Gosið liggur alveg niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.