Samkeppni tryggir fjölbreytni

Ekki er víst að allir séu sammála Félagi prófessora við Háskóla Íslands sem vilja ekki að kennsla í mörgum greinum skarist á milli háskóla.

Álitamálið er samkeppnin og gæði kennslunnar. Litlu háskólarnir eru án efa mjög góðar stofnanir og kennsluhættir þeirra geta einfaldlega verið framsæknari og betri en Háskóla Íslands. Í raun og veru er ekkert sem tryggir það að Háskóli Íslands sé þess verður að vera eini handhafi háskólanáms á landinu. Þvert á móti.

Það er líklega ekki sanngjarnt að gera háskólaprófessorum upp kenndir um almenna ríkisvæðingu. Benda verður þó á að sú fjölbreytni sem ríkir í þjóðfélaginu byggist á samkeppni um hylli neytendna. Mörg fyrirtæki bjóða til dæmis upp á hjólbarðaskipti, fjöldi veitingahúsa er til, ekki er bara einn aðili sem hefur með höndum útleigu á íbúðarhúsnæði, matvöruverslanir eru fjölmargar.

Þrátt fyrir hið gríðarlega efnahagshrun sem þjóðin hefur þurft að þola er enn fjöldi fólks sem trúir á það fyrirkomulag að samkeppni í rekstri sé samfélaginu fyrir bestu enda útlokað að kenna henni um hrunið. Samkeppni í menntun fólks er góð. Hún tryggir fjölbreytni og kemur í veg fyrir að allir verði „steyptir“ í sama mót.

Vandinn hér er sá hvernig eigi að skilgreina samvinnu milli menntastofnana á því sviði sem öðrum samkeppnisfyrirtækjum er ekki heimilt að stunda slíkt. Hvar ber í raun að draga mörkin?


mbl.is Ekki hægt að réttlæta kennslu í sömu greinum í mörgum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

væri ekki mun eðlilegra að leggja þá einfaldlega þessar greinar niður í HÍ heldur en að leggja þær niður í öðrum skólum? HÍ er nú þegar löngu búinn að sprengja utan af sér og þar eru nú alltof margir nemendur. það ætti þá bara að leggja niður Lögfræðinámið í HÍ og þeir sem vildu læra til lögfræðings færu í HR eða á Bifröst.

þessir prófessórar við HÍ halda að heimurinn snúist í kringum þá og að allar breytingar eigi að vera hjá öðrum. árangurinn af kennslunni í HÍ samanber alla útrásardrengina er ekki góð. 

Fannar frá Rifi, 21.5.2010 kl. 09:15

2 Smámynd: Vendetta

Ef þarf að spara, á umsvifalaust að leggja niður Kvenna- og kynjafræði, sem var einhvert femínistaflipp á sínum tíma þegar óþarfa fjáraustur skipti engu máli.

Á sama hátt má leggja niður guðfræðideildina, en það tekur dálítið lengri tíma.

Með þessum ráðstöfunum mætti spara tugi milljóna.

Vendetta, 21.5.2010 kl. 09:49

3 Smámynd: halkatla

uhh, augljóslega væri öllum fyrir bestu að leggja bara niður lögfræðideild og viðskiptafræði í öllum þessum skólum, kannski ok að leyfa þessi fög á Bifröst en ekki meir en það. Við þurfum ekki fleiri svokallaða lögfræðinga né viðskiptafræðinga takk! Annars er menntun á Íslandi orðin frekar mikið djók almennt. Það sést bara á hæfnisstöðlum á öllum sviðum samfélagsins.

halkatla, 21.5.2010 kl. 10:06

4 identicon

Ef það á að spara á að lækka laun

engum sagt upp

enginn með meira en tvöföld lægstu laun

eitt elsta launakerfi á íslandi er þannig

Þannig ef stjórnandi vill meiri laun þarf hann að lækka lægstu laun

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband