Mannsandlit kemur í ljós undir Gígjökli
18.5.2010 | 18:30
Og staðurinn er svo undarlegur sem mest má vera. Yfir hamrinum lá um hundruð ára mikill jökull, Gígjökull. Hann slípaði bergi til, vatn rann undir honum enda er allt máð og tiltölulega slétt.
Fyrir nokkrum árum tók jökullinn að hörfa og hamarinn kom smám saman í ljós. Og einnig birtist sprunga sem síðar reyndist vera mikið gljúfur.
Eftir að gjósa tók í Eyjafjallajökli bráðnaði ísinn í toppgígnum. Vatnið streymdi skemmstu leið niður Gígjökul. Milljónir tonna af vatni, möl, stórgrýti, leir og ís ruddist niður og fann sér leið út um stóra gljúfrið. Og á stundum var það sjóðandi heitt. Því má grípa til slitinna frasa og orða það þannig að mikið álag hafi verið á hamrinum góða og gljúfrinu.
Þó eldgosið sé enn í fullum gangi hefur orðið lát á hamförunum í lónsstæðinu fyrir neðan Gígjökul. Þar er áhugavert land sem í raun er í seilingarfjarlægð ef yfirvöld myndu leyfa umferð um Þórsmerkurveg að gamla lónsstæðinu.
Allir sem þangað leggja leið sína geta heilsað upp á tröllið. Kannski er það hinn einu og sanni Steingrímur. Aðrir segja að þetta sé Katla sjálf sem villtist af leið og varð að steini hjá nágranna sínum.
Sprengigos er enn mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2010 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.